Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:26 Kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 í Reykjavík. Vísir/SigurjónÓ Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels