Þrátt fyrir að vera án Zlatans, Hakans Calhanoglu og Theos Hernandez í fyrri leiknum við United náði Milan að gera 1-1 jafntefli með skalla Simons Kjær í lokin. Staða Mílanóliðsins er því nokkuð góð.
Í fyrirsögn á forsíðu La Gazzetta dello Sport segir einfaldlega „Milan, híf okkur upp“. Eftir að Lazio, Juventus og Atalanta féllu öll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eru AC Milan og Roma einu ítölsku liðin sem enn geta varið heiður Ítalíu í Evróppu, þó að í Evrópudeildinni sé.
La Gazzetta dello Sport og Corriere dello Sport eru sammála um að Zlatan muni byrja leikinn í kvöld þó að hann sé rétt að komast af stað eftir meiðsli. Ef Ante Rebic eða Rafael Leao er klár í slaginn gæti Zlatan, sem snýr aftur í sænska landsiðið í næstu viku, þó byrjað á bekknum.
Leikur AC Milan og Manchester United hefst kl. 20 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.

Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.