Toppliðin töpuðu bæði í kvennakörfunni: Gaupi fór yfir leiki gærkvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 17:00 Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Haukaliðunu unnu sinn þriðja sigur í röð í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Það voru óvænt úrslit í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þar sem topplið Vals og Keflavíkur þurftu bæði að sætta sig við tap fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Guðjón Guðmundsson tók saman það sem gerðist í fjórtándu umferðinni sem fór öll fram í gær og lið KR, Breiðabliks, Hauka og Fjölnis fögnuðu sigri. Breiðablik og KR unnu topplið deildarinnar og bæði Haukar og Fjölnir unnu sinn þriðja leik í röð. Haukarnir eru nú bara tveimur stigum á eftir toppliðum Vals og Keflavíkur en Fjölnir er aftur á móti komið með sex stiga forskot á Skallagrím í baráttunni um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. KR komst líka upp að hlið Snæfelli í neðstu sætum deildarinnar og Blikar eru á lygnum sjó eftir sigur sinn í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins og tók saman sjónvarpsfrétt sem má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi fór yfir fjórtándu umferð Domino´s deildar kvenna KR-konur unnu óvæntan 81-75 sigur á Keflavík í Keflavík. KR-liðið hafði aðeins unnið einn af þrettán leikjum sínum fyrir leikinn og Keflavíkurliðið aðeins tapað tveimur leikjum samanlagt. Keflavíkurliðið missti hina bandarísku Daniela Wallen Morillo af velli undir lok fyrri hálflsiek og spilaði hún ekki meira í leiknum. KR-konur unnu næstu fimm mínútur 20-3 og lögðu með því grunninn að sigrinum sem var þó naumur í lokin. Finninn Annika Holopainen var stigahæst hjá KR með 23 stig, Taryn McCutcheon skoraði 17 stig og tók 14 fráköst og Ástrós Lena Ægisdóttir var með 13 stig. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir var með 17 stig og 12 fráköst. Breiðablik vann fimm stiga sigur á Val, 74-69, þar sem Blikarnir voru næstum því búnar að missa frá sér sigurinn í lokin. Blikar misstu niður 62-48 forystu í 66-67 á sjö mínútum en gerðu síðan vel í að klára leikinn á æsispennandi lokamínútum. Jessica Kay Loera var frábær með 20 stig, 13 stoðsendingar og 5 stolna bolta og Iva Georgieva skoraði 20 stig. Eydís Eva Þórisdóttir var stigahæst hjá Val með 13 stig en Valsliðið lék án þriggja landsliðskvenna í leiknum. Hildur Björg Kjartansdóttir og Dagbjört Dögg Karlsdóttir misstu af leiknum vegna meiðsla og Guðbjörg Sverrisdóttir meiddist í upphafi leiks. Alyesha Lovett var með 22 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar í 73-69 sigri Hauka á Skallagrími en tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir (13 stig) og Sara Rún Hinriksdóttir (12 stig) komu henni næstar í stigaskorun. Keira Robinson skoraði 30 stig fyrir Skallagrím auk þess að taka 10 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Ariel Hearn bauð upp á 19 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Fjölnir vann 79-71 sigur á Snæfelli en Lina Pikciuté var með 18 stig og 14 fráköst. Sara Djassi skoraði 14 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir var með 13 stig. Haiden Palmer var atkvæðamest hjá Snæfelli með 29 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.
Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum