Bíó og sjónvarp

Fyrsta sýnishornið úr Saumaklúbbnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kvikmyndin verður frumsýnd þann 9. apríl. 
Kvikmyndin verður frumsýnd þann 9. apríl. 

Þann 9. apríl verður kvikmyndin Saumaklúbburinn frumsýnd en um er að ræða sjálfstæða kvikmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar sem sló rækilega í gegn í íslenskum kvikmyndahúsum í fyrra.

Myndin fjallar um fimm konur á besta aldri sem skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á, frjálsar frá sífelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir.

Uppgjör er óumflýjanlegt og allt fer hreinlega til andskotans hratt og örugglega. Með aðalhlutverk fara Edda Björg Eyjólfsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Arndís Hrönn Egilsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir. 

Það er Rannveig Gagga Jónsdóttir sem leikstýrir.  Gagga og Snjólaug Lúðvíksdóttir sömdu handritið. 

Þetta er þriðja gamanmyndin í röð frá framleiðendunum Erni Marinó Arnarsyni og Þorkeli Harðarsyni, en frá þeim komu Síðasta veiðiferðin og Amma Hófí. Tökur fóru fram sumarið 2020 á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu en hér að neðan má sjá fyrsta brotið úr myndinni sem er frumsýnt á Vísi. 

Klippa: Saumaklúbburinn - sýnishorn

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×