Sakaður um vanvirðingu eftir hetjuskap í sigri Bucks Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo settist niður og krosslagði hendur eftir að hafa farið langt með að tryggja Milwaukee Bucks sigur í nótt. AP/Matt Slocum Giannis Antetokounmpo átti mestan heiður að sigri Milwaukee Bucks í framlengdum leik gegn Philadelphia 76ers í nótt, 109-105. Hegðun hans undir lok leiks vakti litla kátínu heimamanna. Milwaukee var 19 stigum undir snemma í seinni hálfleik en náði að snúa leiknum sér í vil og það var Philadelphia sem tryggði sér framlengingu, með þriggja stiga körfu Furkan Korkmaz á lokasekúndunni. Í framlengingunni tók Antetokounmpo öll völd og hafði skorað tíu stig í röð þegar enn voru 1 mínúta og ellefu sekúndur eftir. Staðan var þá 105-98 og Grikkinn settist glaðbeittur niður á vellinum. Það þótti heimamönnum hrokafullt og Dwight Howard sagði eftir leik: „Mig langaði að grípa í hann með glímutaki (e. Stone Cold Stunner) en ég var kominn með eina tæknivillu. Hann átti svakalegan leik. Ég vil ekki vera með einhvern kjaft eða segja eitthvað neikvætt, en við eigum eftir að sjást aftur.“ Giannis takes OVER in overtime. pic.twitter.com/wpROZFXmdk— NBA (@NBA) March 18, 2021 Antetokounmpo var annars í góðri gæslu hjá Ben Simmons stóran hluta leiksins en endaði með 32 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. James Harden skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar fyrir Brooklyn Nets í 124-115 sigri á Indiana Pacers. Brooklyn heldur því flugi sínu áfram og hefur unnið 12 af síðustu 13 leikjum. Luka Doncic átti sömuleiðis stórleik í nótt en hann skoraði 42 stig fyrir Dallas Mavericks í 105-89 sigri á LA Clipppers. Úrslitin í nótt: Detroit 116-112 Toronto Indiana 115-124 Brooklyn Philadelphia 105-109 Milwaukee Washington 119-121 Sacramento Cleveland 117-110 Boston Chicago 99-106 San Antonio Houston 94-108 Golden State Memphis 89-85 Miami Denver 129-104 Charlotte Dallas 105-89 LA Clippers NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Milwaukee var 19 stigum undir snemma í seinni hálfleik en náði að snúa leiknum sér í vil og það var Philadelphia sem tryggði sér framlengingu, með þriggja stiga körfu Furkan Korkmaz á lokasekúndunni. Í framlengingunni tók Antetokounmpo öll völd og hafði skorað tíu stig í röð þegar enn voru 1 mínúta og ellefu sekúndur eftir. Staðan var þá 105-98 og Grikkinn settist glaðbeittur niður á vellinum. Það þótti heimamönnum hrokafullt og Dwight Howard sagði eftir leik: „Mig langaði að grípa í hann með glímutaki (e. Stone Cold Stunner) en ég var kominn með eina tæknivillu. Hann átti svakalegan leik. Ég vil ekki vera með einhvern kjaft eða segja eitthvað neikvætt, en við eigum eftir að sjást aftur.“ Giannis takes OVER in overtime. pic.twitter.com/wpROZFXmdk— NBA (@NBA) March 18, 2021 Antetokounmpo var annars í góðri gæslu hjá Ben Simmons stóran hluta leiksins en endaði með 32 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. James Harden skoraði 40 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar fyrir Brooklyn Nets í 124-115 sigri á Indiana Pacers. Brooklyn heldur því flugi sínu áfram og hefur unnið 12 af síðustu 13 leikjum. Luka Doncic átti sömuleiðis stórleik í nótt en hann skoraði 42 stig fyrir Dallas Mavericks í 105-89 sigri á LA Clipppers. Úrslitin í nótt: Detroit 116-112 Toronto Indiana 115-124 Brooklyn Philadelphia 105-109 Milwaukee Washington 119-121 Sacramento Cleveland 117-110 Boston Chicago 99-106 San Antonio Houston 94-108 Golden State Memphis 89-85 Miami Denver 129-104 Charlotte Dallas 105-89 LA Clippers
Detroit 116-112 Toronto Indiana 115-124 Brooklyn Philadelphia 105-109 Milwaukee Washington 119-121 Sacramento Cleveland 117-110 Boston Chicago 99-106 San Antonio Houston 94-108 Golden State Memphis 89-85 Miami Denver 129-104 Charlotte Dallas 105-89 LA Clippers
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum