Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 19:21 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira