Tveir látnir eftir stærðarinnar flugeldasprengingu á heimili Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 14:05 Húsið var verulegta illa farið eftir sprenginguna. Getty/Watchara Phomicinda Tveir menn eru látnir eftir stórar flugeldasprengingar á heimili í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Þrír særðust lítillega og einn hundur drapst í sprengingunni sem skóku hverfi í borginni Ontario, nærri Los Angeles. Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021 Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021
Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira