Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 09:25 Lögreglu var í gærkvöld tilkynnt um mann í „fullum skrúða frá Landsbjörg“ sem gekk í hús í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“ Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira
Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“
Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Sjá meira