Er Davíð Snorri að ljúga eða veit hann ekki betur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 09:01 Davíð Snorri Jónsson er að fara að stýra 21 árs landsliðinu í fyrsta sinn á EM en hann hefur samt lengi starfað fyrir KSÍ. Getty/Alex Grimm UEFA var ekki að leka neinum upplýsingum um íslenska EM-hópinn að mati Guðmundar Benediktssonar sem vill þó ekki trúa því að þjálfari 21 árs landsliðsins hafi verið að ljúga að íslenskum fjölmiðlamönnum í gær. Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fleiri fréttir Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Sjá meira