Real Madrid áfram eftir nokkuð þægilegan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 22:10 Sergio Ramos og Lucas Vazquez fagna marki þess fyrrnefnda með stæl í kvöld. EPA-EFE/JuanJo Martin Meistaradeildarsérfræðingar Real Madrid unnu 3-1 sigur á Atalanta í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Unnu þeir einvígið samtals 4-1 en lokatölur einvígisins gefa ef til vill ekki alveg rétta mynd af leikjunum tveimur. Atalanta voru manni færri lungann úr fyrri leiknum og voru hársbreidd frá því að halda til Spánar með markalaust jafntefli í farteskinu. Það gekk ekki upp og Real var 1-0 yfir áður en leikur kvöldsins hófst. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Marco Sportiello, markvörður Atalanta, slæma sendingu sem endaði hjá Luka Modrić. Króatinn óð inn á vítateig og lagði boltann svo á Karim Benzema sem gat ekki annað en skorað og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleik átti Vinicius Junior frábæran sprett frá miðlínu en því miður fyrir hann fór skot hans ekki á markið. Þegar klukkustund var liðin átti Vinicius Jr. annan sprett en í þetta skipti hamraði Rafael Toloi, fyrirliði Atalanta, þann brasilíska niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos skoraði af öryggi og gulltryggði sigur Real Madrid. Luis Muriel minnkaði muninn í 2-1 með frábæru marki úr aukaspyrnu á 83. mínútu en Marco Asensio skoraði strax í næstu sókn og staðan orðin 3-1 Real í vil. Anything is possible for Real Madrid when Sergio Ramos and Benzema are healthy pic.twitter.com/JhpIYhyIWp— B/R Football (@brfootball) March 16, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Real vann því einvígið samtals 4-1. Nokkuð sannfærandi lokatölur en segja má að þær gefi ekki alveg rétta mynd af einvígi liðanna. Real Madrid er því komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Manchester City, Paris Saint-Germain, Liverpool, Porto og Borussia Dortmund. Á morgun kemur í ljós hvort Chelsea, Atlético Madrid, Lazio eða Bayern München fylgi hinum sex liðunum í 8-liða úrslit. Það verður svo dregið í umrætt 8-liða úrslit á föstudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Meistaradeildarsérfræðingar Real Madrid unnu 3-1 sigur á Atalanta í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Unnu þeir einvígið samtals 4-1 en lokatölur einvígisins gefa ef til vill ekki alveg rétta mynd af leikjunum tveimur. Atalanta voru manni færri lungann úr fyrri leiknum og voru hársbreidd frá því að halda til Spánar með markalaust jafntefli í farteskinu. Það gekk ekki upp og Real var 1-0 yfir áður en leikur kvöldsins hófst. Fyrri hálfleikur var jafn framan af en þegar tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks átti Marco Sportiello, markvörður Atalanta, slæma sendingu sem endaði hjá Luka Modrić. Króatinn óð inn á vítateig og lagði boltann svo á Karim Benzema sem gat ekki annað en skorað og heimamenn voru 1-0 yfir í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleik átti Vinicius Junior frábæran sprett frá miðlínu en því miður fyrir hann fór skot hans ekki á markið. Þegar klukkustund var liðin átti Vinicius Jr. annan sprett en í þetta skipti hamraði Rafael Toloi, fyrirliði Atalanta, þann brasilíska niður innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sergio Ramos skoraði af öryggi og gulltryggði sigur Real Madrid. Luis Muriel minnkaði muninn í 2-1 með frábæru marki úr aukaspyrnu á 83. mínútu en Marco Asensio skoraði strax í næstu sókn og staðan orðin 3-1 Real í vil. Anything is possible for Real Madrid when Sergio Ramos and Benzema are healthy pic.twitter.com/JhpIYhyIWp— B/R Football (@brfootball) March 16, 2021 Reyndust það lokatölur leiksins og Real vann því einvígið samtals 4-1. Nokkuð sannfærandi lokatölur en segja má að þær gefi ekki alveg rétta mynd af einvígi liðanna. Real Madrid er því komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Manchester City, Paris Saint-Germain, Liverpool, Porto og Borussia Dortmund. Á morgun kemur í ljós hvort Chelsea, Atlético Madrid, Lazio eða Bayern München fylgi hinum sex liðunum í 8-liða úrslit. Það verður svo dregið í umrætt 8-liða úrslit á föstudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti