Man City kláraði dæmið á fyrstu tuttugu mínútunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 21:55 Leikmenn Manchester City voru vægast sagt sáttir með Kevin De Bruyne og markið sem hann skoraði í kvöld. EPA-EFE/Tibor Illyes Það tók Manchester City aðeins tuttugu mínútur að gulltryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er Borussia Mönchengladbach kom til Búdapest og mætti lærisveinum Pep Guardiola. Þeir skoruðu tvisvar, unnu leikinn 2-0 og einvígið þar með 4-0. Lærisveinar Pep Guardiola voru 2-0 yfir eftir þægilegan sigur í Þýskalandi og kláruðu þeir einvígið einfaldlega á fyrstu 20 mínútum leiksins í kvöld. Strax á tólftu mínútu fékk Kevin De Bruyne sendingu frá Riyad Mahrez hægra megin við D-bog vítateigs Gladbach. De Bruyne lagði knöttinn fyrir sig og þrumaði honum svo í slá og inn. Óverjandi fyrir Yann Sommer í marki gestanna. 25 - Kevin De Bruyne has scored 25 goals from outside the box in all competitions for Manchester City, the most of any Premier League since he joined the club. Thunderous. pic.twitter.com/RMVhAUqM9e— OptaJoe (@OptaJoe) March 16, 2021 Aðeins sex mínútum síðar gerðu heimamenn út um einvígið með stórkostlegu marki sem á heima í kennslubókum. John Stones fann þá Phil Foden inn á miðjunni. Foden keyrði að marki, þegar hann nálgaðist vítateig Gladbach þá renndi hann boltanum til hægri á İlkay Gündoğan sem kláraði færið af stakri snilld. Í aðeins tveimur sendingum – með frábæru hlaupi Foden – þá fóru City í gegnum lið Gladbach eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Einkar þægilegur sigur City sem vinnur einvígið 4-0 og er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Real Madrid, Paris Saint-Germain, Liverpool, Porto og Borussia Dortmund. Á morgun kemur í ljós hvort Chelsea, Atlético Madrid, Lazio eða Bayern München fylgi hinum sex liðunum í 8-liða úrslit. Það verður svo dregið í umrætt 8-liða úrslit á föstudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Fótbolti
Það tók Manchester City aðeins tuttugu mínútur að gulltryggja sæti sitt í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu er Borussia Mönchengladbach kom til Búdapest og mætti lærisveinum Pep Guardiola. Þeir skoruðu tvisvar, unnu leikinn 2-0 og einvígið þar með 4-0. Lærisveinar Pep Guardiola voru 2-0 yfir eftir þægilegan sigur í Þýskalandi og kláruðu þeir einvígið einfaldlega á fyrstu 20 mínútum leiksins í kvöld. Strax á tólftu mínútu fékk Kevin De Bruyne sendingu frá Riyad Mahrez hægra megin við D-bog vítateigs Gladbach. De Bruyne lagði knöttinn fyrir sig og þrumaði honum svo í slá og inn. Óverjandi fyrir Yann Sommer í marki gestanna. 25 - Kevin De Bruyne has scored 25 goals from outside the box in all competitions for Manchester City, the most of any Premier League since he joined the club. Thunderous. pic.twitter.com/RMVhAUqM9e— OptaJoe (@OptaJoe) March 16, 2021 Aðeins sex mínútum síðar gerðu heimamenn út um einvígið með stórkostlegu marki sem á heima í kennslubókum. John Stones fann þá Phil Foden inn á miðjunni. Foden keyrði að marki, þegar hann nálgaðist vítateig Gladbach þá renndi hann boltanum til hægri á İlkay Gündoğan sem kláraði færið af stakri snilld. Í aðeins tveimur sendingum – með frábæru hlaupi Foden – þá fóru City í gegnum lið Gladbach eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Staðan orðin 2-0 og reyndust það lokatölur kvöldsins. Einkar þægilegur sigur City sem vinnur einvígið 4-0 og er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu ásamt Real Madrid, Paris Saint-Germain, Liverpool, Porto og Borussia Dortmund. Á morgun kemur í ljós hvort Chelsea, Atlético Madrid, Lazio eða Bayern München fylgi hinum sex liðunum í 8-liða úrslit. Það verður svo dregið í umrætt 8-liða úrslit á föstudaginn kemur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti