Fótbolti

UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson hefur tekið sín fyrstu skref með A-landsliðinu en verður með U21-landsliðinu í Györ á EM í næstu viku.
Jón Dagur Þorsteinsson hefur tekið sín fyrstu skref með A-landsliðinu en verður með U21-landsliðinu í Györ á EM í næstu viku. vísir/vilhelm

Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans.

Davíð Snorri Jónasson mun á fimmtudaginn kynna EM-hópinn sinn en mótshaldararnir í UEFA virðast hafa viljað vera á undan að tilkynna hvernig íslenski hópurinn yrði. Á heimasíðu mótsins má nú sjá hópinn.

Alfons og Arnór ekki með

Á meðal þeirra sem ekki eru í hópnum eru Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson, og því má ætla að þeir verði í A-landsliðshópnum sem leikur í undankeppni HM á sama tíma og EM stendur yfir, eða dagana 25.-31. mars.

Ísland leikur í riðli með Rússlandi, Danmörku og Frakklandi á EM og komast tvö efstu liðin áfram í átta liða úrslitin. Fyrsti leikurinn er við Rússa fimmtudaginn 25. mars kl. 17 en síðar um kvöldið mætir A-landslið Íslands svo Þýskalandi í fyrsta leik í undankeppni HM.

Þetta verður aðeins í annað sinn sem að Ísland tekur þátt í lokakeppni EM U21-landsliða en fyrra skiptið var árið 2011 þegar gullkynslóðin sem nú er í A-landsliðinu lék á EM í Danmörku.

EM-hópur Íslands:

Markmenn:

  • Elías Rafn Ólafsson, 21 árs, Fredericia
  • Hákon Rafn Valdimarsson, 19 ára, Grótta
  • Patrik Gunnarsson, 20 ára, Silkeborg

Varnarmenn:

  • Finnur Tómas Pálmason, 21 árs, Norrköping
  • Valgeir Lunddal Friðriksson, 19 ára, Häcken
  • Róbert Orri Þorkelsson, 18 ára, Breiðablik
  • Ísak Óli Ólafsson, 20 ára, SönderjyskE
  • Ari Leifsson, 22 ára, Strömsgodset
  • Hörður Ingi Gunnarsson, 22 ára, FH

Miðjumenn:

  • Alex Þór Hauksson, 21 árs, Öster
  • Ísak Bergmann Jóhannesson, 17 ára, Norrköping
  • Andri Fannar Baldursson, 19 ára, Bologna
  • Mikael Anderson, 22 ára, Midtjylland
  • Jón Dagur Þorsteinsson, 22 ára, AGF
  • Stefán Teitur Þórðarson, 22 ára, Silkeborg
  • Willum Þór Willumsson, 22 ára, BATE
  • Kolbeinn Finnsson, 21 árs, Dortmund
  • Þórir Jóhann Helgason, 20 ára, FH
  • Kolbeinn Þórðarson, 21 árs, Lommel

Sóknarmenn:

  • Brynjólfur Andersen Willumsson, 20 ára, Kristiansund
  • Valdimar Þór Ingimundarson, 21 árs, Strömsgodset
  • Sveinn Aron Guðjohnsen, 22 ára, OB
  • Bjarki Steinn Bjarkason, 20 ára, Venezia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×