„Búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska A-landsliðinu gegn Belgíu er Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Davíð Snorri Jónasson, nýr U21 árs landsliðsþjálfari Íslands, segir að þjálfarateymið hafi teiknað upp aðstæður eitt og tvö - eftir því hvaða leikmenn verði í hópnum. Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri
EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira