„Búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska A-landsliðinu gegn Belgíu er Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Davíð Snorri Jónasson, nýr U21 árs landsliðsþjálfari Íslands, segir að þjálfarateymið hafi teiknað upp aðstæður eitt og tvö - eftir því hvaða leikmenn verði í hópnum. Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri
EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira