Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 15:48 Hundruð hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Getty/Kent Nishimura Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Sjá meira
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55