Guðbjörg Jóna og Kolbeinn Höður unnu stærstu afrekin á Íslandsmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson með verðlaun sín fyrir að hafa unnið stæstu afrekin á Meistaramótinu í frjálsum um helgina. FRÍ ÍR-ingar urðu Íslandsmeistarar á Meistaramóti Íslands innanhúss sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira
ÍR-ingar unnu stigakeppni félaganna. ÍR fékk 58 stig en FH varð í öðru sæti með 48 stig. Liðin höfðu mikla yfirburði en í þriðja sæti var Breiðablik með 20 stig. ÍR fékk fimm stigum meira en FH í kvennakeppninni og fimm stigum meira en FH í karlakeppninni. UMSS varð í þriðja sæti hjá körlunum en Breiðablik hjá konunum. Spretthlaupararnir Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Kolbeinn Höður Gunnarson unnu stærstu afrekin á mótinu samkvæmt stigatöflu Alþjóða Frjálsíþróttasambandsins. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Guðbjörg hlaut 1065 stig fyrir 200 metra hlaup og Kolbeinn 1049 stig fyrir sömu grein. Guðbjörg hljóp á 24,23 sekúndum en Kolbeinn Höður á 21,57 sekúndum. Þau unnu bæði líka 60 metra hlaupin og settu þar bæði mótsmet. Guðbjörg Jóna kom þá í mark þa 7,49 sekúndum en Kolbeinn Höður á 6,86 sekúndum. Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, varpaði kúlunni 18,40 metra og var með besta afrekið á fyrri deginum en Kolbeinn Höður bætti það síðan daginn eftir þegar hann hljóp 200 metra hlaup. Andrea Kolbeinsdóttir vann bæði 1500 og 3000 metra hlaup og setti mótsmet í 3000 metra hlaupinu með því að hlaupa á 9:53,47 mín. María Rún Gunnlaugsdóttir setti mótsmet í 60 metra grindahlaupi. Samtals voru fjögur mótsmet sett og voru tíu afrek sem náðu yfir þúsund stig en þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins þar sem mátti einnig sjá samantektina hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir fór á kostum um helgina en hún varð Íslandsmeistari í hástökki, kúluvarpi og grindahlaupi. Á fyrri deginum keppti hún í hástökki og stökk hæst 1,73 metra og var hársbreidd frá 1,77 metra sem væri nýtt persónulegt met. Á seinni deginum þurfti hún að hlaupa á milli greina þar sem kúluvarpið og langstökkið var á sama tíma. Það hindraði hana þó ekki frá því að bæta sinn persónulega árangur í báðum greinum. Hún varpaði kúlunni 13,20 metra sem er bæting um 32 sentímetra og stökk 5,94 metra í langstökki. Hún fékk ekki mikla hvíld eftir þessar tvær greinar þar sem hún þurfti og hlaupa beint í grindina en hún var aldeilis ekki hætt að toppa sig og kom í mark á 8,59 sekúndum sem er einnig nýtt persónulegt met. Ármenningurinn ungi Kristján Viggó Sigfinnsson var í stuði í hástökkinu í dag en hann stökk hæst 2,12 metra sem er hans besti árangur á árinu. Hann átti frábærar tilraunir við 2,16 sem hefði tryggt honum þáttökuréttindi á HM U20. Kristján er aðeins 17 ára gamall og verður spennandi að sjá hvort honum takist að ná HM U20 lágmarkinu en hann er nú þegar búin að ná lágmarki á EM U20. Mikil spenna var í langstökki kvenna en það var ÍR-ingurinn Hildigunnur Þórarinsdóttir sem bar sigur úr býtum. Eftir þrjár umferðir var það María Rún sem leiddi keppnina með stökk upp á 5,94 metra. Í fimmtu umferð var staðan sú að Birna og Hildigunnur voru með jafn langt stökk, 5,99 metra, Birna var þó með lengra annað stökk sem setti hana í fyrsta sæti. Í síðasta stökki hitti Hildigunnur vel á það og náði lengsta stökk keppninar, 6,02 metra. Blikinn Irma Gunnarsdóttir fór á kostum í þrístökki kvenna og sigraði með glæsilegri bætingu og stökk 12,66 metra. Það er aðeins einum sentimetra frá mótsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur síðan 1996 en hún á einnig Íslandsmetið í greininni sem er 12,83 metrar. Irma bætti sig einnig um ellefu brot í 60 metra hlaupi og kom í mark á tímanum 7,80 sekúndur og hafnaði í þriðja sæti í greininni. Ísak Óli Traustason sigraði stangarstökk karla með frábæra bætingu, fór yfir 4,42 metra. Hann var annar í 60 metra hlaupi á langþráðri bætingu 6,96 sekúndum en þetta er í fyrsta sinn sem hann fer undir sjö sekúndur og því stór persónulegur sigur að ná þessum árangri. Hann var svo við sitt besta í kúluvarpi og varpaði henni 14,07 metra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjá meira