Bara Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 13:30 David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila. Samsett/Getty Tom Brady og David Beckham eru tveir af þekktustu íþróttamönnum sögunnar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa nú aðsetur í blíðunni á Flórída og eru greinilega góðir vinir ef marka má nýtt myndband af þeim. Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan. NFL Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan.
NFL Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira