Tileinkaði föllnum félaga Ólympíusætið og með tattú af honum á upphandleggnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 12:30 Rui Silva er með flennistórt flúr af Alfredo Quintana á hægri upphandleggnum. instagram-síða rui silva Leikmenn portúgalska landsliðsins tileinkuðu Alfredo Quintana heitnum Ólympíusætið sem þeir náðu í gær. Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Annar hnefaleikakappi látinn eftir bardaga um helgina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - HK 3-2 | KR slapp með skrekkinn gegn nýliðunum Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Fylkir 1-2 | Helgi Valur sá um hrædda HK-inga Íslenski boltinn Hlín og Dagný skoruðu í íslenskum sigri í Espoo Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Körfubolti Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn Griezmann staðfestur sem leikmaður Barcelona Fótbolti Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn