Tileinkaði föllnum félaga Ólympíusætið og með tattú af honum á upphandleggnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. mars 2021 12:30 Rui Silva er með flennistórt flúr af Alfredo Quintana á hægri upphandleggnum. instagram-síða rui silva Leikmenn portúgalska landsliðsins tileinkuðu Alfredo Quintana heitnum Ólympíusætið sem þeir náðu í gær. Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021 Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með ævintýralegum sigri á Frakklandi í gær, 29-28. Rui Silva skoraði sigurmark Portúgala úr hraðaupphlaupi í þann mund sem leikurinn kláraðist. Sigurinn var stór fyrir Portúgali. Þetta er ekki bara í fyrsta sinn sem þeir komast á Ólympíuleikana heldur gerðu þeir það eftir að hafa orðið fyrir gríðarlega miklu áfalli í síðasta mánuði þegar aðalmarkvörður þeirra, Alfredo Quintana, lést, aðeins 32 ára. Eftir að Silva skoraði sigurmark Portúgals benti hann til himins og ljóst var að Quintana var honum ofarlega í huga á þeirri stundu. Ekki nóg með að Silva hafi minnst Quintana með þessum hætti heldur er hann með stórt húðflúr af markverðinum á hægri upphandlegg sínum. Silva birti mynd af flúrinu á Instagram í gær með fallegum skilaboðum til fallins félaga. Í mjög lauslegri þýðingu segir þar: „Þú hljópst með mér, skaust með mér og skoraðir með mér. Nú förum við saman til Tókýó og saman höldum við áfram að skrifa söguna. Fyrir þig, í dag og alla daga.“ View this post on Instagram A post shared by Rui Silva (@ruiisilva14) Silva og Quintana voru ekki bara samherjar í landsliðinu heldur einnig hjá Porto. Fjölmargir portúgalskir landsliðsmenn leika með því sterka liði. Frakkland og Portúgal komust áfram úr riðlinum en Króatía og Túnis sátu eftir með sár ennið. Króatar voru allt annað en sáttir og töldu að Frakkar hefðu kastað sigrinum viljandi frá sér. Frakkland var þremur mörkum yfir, 25-28, þegar fjórar mínútur voru eftir en Portúgal skoraði síðustu fjögur mörk leiksins. Melvyn Richardson fór sérstaklega illa að ráði sínu undir lokin en hann átti tvö misheppnuð skot og tapaði svo boltanum í lokasókn Frakka. Á myndbandi sem sænski blaðamaðurinn Johan Flinck birtir á Twitter mátti sjá Nicolas Tournat blikka í átt til Richardson í leikhléi Frakka fyrir lokasókn þeirra. Här är videon som väcker konspirationsteoretikern efter att Frankrike tappat 28-25 till 28-29 mot Portugal sista 4 minuterna:Tournats blinkning i timeouten med 30 sek kvar till Richardson, som kastade bort de tre sista anfallen (två missade skott och ett tekniskt fel till sist). pic.twitter.com/IjFvkjJhKx— Johan Flinck (@JohanFlinck) March 15, 2021
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira