Leið eins og að sólin myndi ekki koma upp aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Björn fann fyrst fyrir miklum kvíða og þunglyndi árið 2003. Athafnarmaðurinn Björn Steinbekk er giftur þriggja barna faðir í Reykjavík sem tekist hefur á við þunglyndi og kvíða. Á dögunum skrifaði hann áhrifamikinn pistil á Facebook-síðu sína sem vakti mikla athygli en þrátt fyrir að umræðan um kvíða og þunglyndi sé mun meira í dag en áður eru fordómar gagnvart þessum sjúkdómi enn til staðar. „Í grunninn er ég ósköp venjulegur drengur utan að landi. Ég fékk að alast upp við sjóinn og fékk að skera hlíðarnar fyrir ofan Eskifjörð á skíðum og átti bara mjög hamingjusamt líf sem barn. Síðan flyt ég hérna til Reykjavíkur þegar ég er tíu ára og hef síðan þá verið svona þessi hefðbundni köttur sem fer sínar eigin leiðir. Ég hef komið víða að og gert margt skemmtilegt. Sem betur fer hef ég haft það þannig síðustu tuttugu árin, síðan ég hætti að drekka, að ég hef framkvæmt það sem mig hefur langað til,“ segir Björn. Hættur að drekka í yfir tuttugu ár Björn hefur alltaf verið sinn eigin herra, hann er stoltur af mörgu, reynt margt og oftast gengið vel. „Sagan mín er í grunninn nokkuð góð þó að lífið færi manni ýmis verkefni sem hafa ekki verið mjög spennandi,“ segir Björn en stundum hefur lífið reynt á. Hann hefur lent í áföllum sem hann vildi ekkert endilega ræða um í Íslandi í dag í gær. Hann segir að eftir að hann hætti að drekka áfengi og neyta fíkniefna árið 1999 byrjaði hann að skilja hvers vegna honum hefði oft liðið eins og hann gerði. Í fyrsta skipti sem Björn gengur á vegg var árið 2003. „Ég vaknaði bara þar sem ég bjó út í Vesturbæ og mér leið bara eins og ég gæti ekki farið fram úr og eins og sólin myndi hreinlega ekki koma upp aftur. Þarna vakna ég og keyri bara upp á geðdeild. Ég vissi í rauninni ekki hvað annað ég ætti að gera. Þegar ég var að eiga við alkóhólismann fór ég upp á Vog, sem var spítali og það var algjörlega eðlileg rök fyrir geðveikinni sem ég var að eiga við þarna að fara upp á geðdeild,“ segir Björn og heldur áfram. Þar var hann ekki lagður inn en fékk viðtal við gott fólk og tæki til að vinna með ef kvíðin og depurðin myndi þyrma yfir hann aftur. Hann fékk einnig lyf sem virkuðu en best segir hann við þetta allt var að fá að tala og segja frá. Hann segist hafa verið góður í raun næstu árin eða til 2012. Þá fer hann aftur á lyf og nær sér aftur á strik. Nokkrum árum síðar kemur nokkuð harður skellur og í þetta skipti leituðu á hann alvarlegri hugsanir en áður. Vildi láta leggja sig inn „Þá var ég kominn á þann stað sem ég fór að hugsa um það hvort ég ætti að vera hérna lengur og þangað hafði ég aldrei farið áður. Það var ekki mjög spennandi og ekki staður sem maður vill raunverulega fara á. Þarna fer ég aftur á geðdeild og er ekki lagður inn þá, sem ég og mitt fólk vorum svolítið hissa á. Ég bað um það en það var ekki talin þörf á því og ég var settur á mjög sterk lyf. Ég var í rauninni í svona miðtaugakerfisorlofi í svona fjórar vikur þar sem ég fékk hvíld frá þessum hugsunum og hef verið svona nokkuð góður síðan,“ segir Björn en þar með er ekki öll sagan sögð, því í janúar á þessu ári gerir sjúkdómurinn alvarlega vart við sig á ný. „Ég náði að halda jólin góð en síðan bara fyrsta virka dag janúarmánaðar þá veit ég bara að áreitið sem ég var að eiga við og þurfti að sinna var að fara af stað. Ég vakna bara þarna á mánudeginum og það eru bara eins og það séu tvö hundruð tonn ofan á maganum á mér. Það sem gerist hjá mér er að ég hætti að sofa og það er það sem er svo hættulegt. Þegar þú nærð ekki að slökkva á kerfinu og fara út úr öllum þessum hugsunum,“ segir Björn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira
Á dögunum skrifaði hann áhrifamikinn pistil á Facebook-síðu sína sem vakti mikla athygli en þrátt fyrir að umræðan um kvíða og þunglyndi sé mun meira í dag en áður eru fordómar gagnvart þessum sjúkdómi enn til staðar. „Í grunninn er ég ósköp venjulegur drengur utan að landi. Ég fékk að alast upp við sjóinn og fékk að skera hlíðarnar fyrir ofan Eskifjörð á skíðum og átti bara mjög hamingjusamt líf sem barn. Síðan flyt ég hérna til Reykjavíkur þegar ég er tíu ára og hef síðan þá verið svona þessi hefðbundni köttur sem fer sínar eigin leiðir. Ég hef komið víða að og gert margt skemmtilegt. Sem betur fer hef ég haft það þannig síðustu tuttugu árin, síðan ég hætti að drekka, að ég hef framkvæmt það sem mig hefur langað til,“ segir Björn. Hættur að drekka í yfir tuttugu ár Björn hefur alltaf verið sinn eigin herra, hann er stoltur af mörgu, reynt margt og oftast gengið vel. „Sagan mín er í grunninn nokkuð góð þó að lífið færi manni ýmis verkefni sem hafa ekki verið mjög spennandi,“ segir Björn en stundum hefur lífið reynt á. Hann hefur lent í áföllum sem hann vildi ekkert endilega ræða um í Íslandi í dag í gær. Hann segir að eftir að hann hætti að drekka áfengi og neyta fíkniefna árið 1999 byrjaði hann að skilja hvers vegna honum hefði oft liðið eins og hann gerði. Í fyrsta skipti sem Björn gengur á vegg var árið 2003. „Ég vaknaði bara þar sem ég bjó út í Vesturbæ og mér leið bara eins og ég gæti ekki farið fram úr og eins og sólin myndi hreinlega ekki koma upp aftur. Þarna vakna ég og keyri bara upp á geðdeild. Ég vissi í rauninni ekki hvað annað ég ætti að gera. Þegar ég var að eiga við alkóhólismann fór ég upp á Vog, sem var spítali og það var algjörlega eðlileg rök fyrir geðveikinni sem ég var að eiga við þarna að fara upp á geðdeild,“ segir Björn og heldur áfram. Þar var hann ekki lagður inn en fékk viðtal við gott fólk og tæki til að vinna með ef kvíðin og depurðin myndi þyrma yfir hann aftur. Hann fékk einnig lyf sem virkuðu en best segir hann við þetta allt var að fá að tala og segja frá. Hann segist hafa verið góður í raun næstu árin eða til 2012. Þá fer hann aftur á lyf og nær sér aftur á strik. Nokkrum árum síðar kemur nokkuð harður skellur og í þetta skipti leituðu á hann alvarlegri hugsanir en áður. Vildi láta leggja sig inn „Þá var ég kominn á þann stað sem ég fór að hugsa um það hvort ég ætti að vera hérna lengur og þangað hafði ég aldrei farið áður. Það var ekki mjög spennandi og ekki staður sem maður vill raunverulega fara á. Þarna fer ég aftur á geðdeild og er ekki lagður inn þá, sem ég og mitt fólk vorum svolítið hissa á. Ég bað um það en það var ekki talin þörf á því og ég var settur á mjög sterk lyf. Ég var í rauninni í svona miðtaugakerfisorlofi í svona fjórar vikur þar sem ég fékk hvíld frá þessum hugsunum og hef verið svona nokkuð góður síðan,“ segir Björn en þar með er ekki öll sagan sögð, því í janúar á þessu ári gerir sjúkdómurinn alvarlega vart við sig á ný. „Ég náði að halda jólin góð en síðan bara fyrsta virka dag janúarmánaðar þá veit ég bara að áreitið sem ég var að eiga við og þurfti að sinna var að fara af stað. Ég vakna bara þarna á mánudeginum og það eru bara eins og það séu tvö hundruð tonn ofan á maganum á mér. Það sem gerist hjá mér er að ég hætti að sofa og það er það sem er svo hættulegt. Þegar þú nærð ekki að slökkva á kerfinu og fara út úr öllum þessum hugsunum,“ segir Björn en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Geðheilbrigði Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fleiri fréttir „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Sjá meira