Óvæntur markaskorari Víkings aðeins á skýrslu vegna mikilla forfalla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 08:01 Einar Guðnason [fyrir miðju] fagnar hér bikarmeistaratitli Víkings sumarið 2019. Með honum á myndinni eru Óttar Magnús Karlsson, leikmaður Venezia á Ítalíu í dag, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Pepsi Max-deildarliðs Víkings, var óvænt á skýrslu er liðið mætti Þór Akureyri í Lengjubikarnum í gærkvöld. Einar kom óvænt inn á undir lok leiks, gerði hann sér lítið fyrir og skoraði stórglæsilegt mark. Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum. Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Forfallnir knattspyrnuunnendur hér á landi vita mögulega af Einari Guðnasyni en fólki sem þekkir ef til vill ekki til hans er fyrirgefið enda hefur hann aðallega leikið með Berserkjum, venslaliði Víkings, á sínum ferli. Einar – sem er fæddur árið 1984 – lék síðast með Víkingum árið 2006 ef marka má vef KSÍ. Alls lék hann 13 leiki fyrir Víkinga á sínum tíma en aldrei þandi hann netmöskvana, það er að segja þangað til í gær. Einar kom inn af bekknum á 87. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Víkings þegar langt var komið inn í uppbótartíma. Ástæðan fyrir því að Einar var yfirhöfuð á varamannabekk liðsins er sú að mikið er um forföll í herbúðum Víkings þessa dagana. „Það eru mikil forföll hjá okkur. Nokkrir leikmenn eru meiddir, sumir eru mjög uppteknir í skólanum þannig ég var settur á skýrslu ef eitthvað kæmi upp á. Svo gerist það að Helgi Guðjónsson meiðist þegar það eru fimm mínútur eftir og ég var sá eini á bekknum sem Arnar [Gunnlaugsson, þjálfari liðsins] var tilbúinn að fórna í þetta,“ sagði Einar í stuttu spjalli við Vísi. Til að mynda var Sölvi Geir Ottesen ekki með Víkingum í gær og þá var Kári Árnason á skýrslu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Leikurinn fór fram í Boganum á Akureyri og ákváðu Víkingarnir að nýta ferðina sem hálfgerða æfingaferð þar sem það er ljóst að lið hér á landi munu ekki fara út fyrir landsteinana í slíkar ferðir eins og hefur tíðkast í gegnum árin. „Við erum í æfingarferð á Akureyri. Fórum á fimmtudag og komum aftur heim á sunnudaginn. Þess vegna vorum við ekki að taka unga stráka úr 2. eða 3. flokki,“ sagði Einar að lokum. Mark Einars má finna í spilaranum hér að neðan en ÞórTV sýndi leikinn beint. Mark Einars má sjá á undir lok myndbandsins eða þegar 2:05:35 eru komnar á klukkuna. Víkingur mætir Keflavík í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þann 19. mars. Stöð 2 Sport mun sýna beint frá úrslitakeppninni en enn er óvíst hvaða leikir verða sýndir í 8-liða úrslitum.
Íslenski boltinn Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann