„Gengur ekki að spila svona með mannslíf” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:30 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vísir/Egill Aðalsteinsson Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir bilun farþegaferjunnar Baldurs í gær hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Óboðlegt sé að spila með mannslíf með þessum hætti og kallar eftir tafarlausum úrbótum. Farþegi um borð segir fólk hafa orðið óttaslegið en sé komið með nóg af aðgerðarleysi. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt. Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. Varðskipið Þór var þá fengið til að draga ferjuna að Stykkishólmi, þar sem rannsóknarskipið Árni Friðriksson tók við drættinum og kom Baldri til hafnar um hálft tvö í dag , eða tæpum sólarhring síðar. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út til að gæta fyllsta öryggis. Varðskipið Þór kom til bjargar. Landhelgisgæslan „Þetta er óhugnanlegt að það sem við höfum bent á og haft áhyggjur af í nokkuð langan tíma hafi raungerst í gær,” segir Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún bendir á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem bilun komi upp í bátnum. Óásættanlegt sé að fólk komist ekki á milli staða, sér í lagi þegar þjóðvegurinn lokast vegna ófærðar, líkt og gerðist í gær. Hún kallar eftir nýrri ferju. „Fólk er bara reitt má segja. Við upplifum að mörgu leyti að fá gamla draslið til að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og núna er mælirinn bara fullur. Það verður eitthvað nýtt að koma í staðinn. Það gengur ekki að spila svona með mannslíf eða afurðir sem fara til og frá svæðinu. Þetta er bara eitthvað sem við viljum ekki sjá á árinu 2021.” Frá björgunaraðgerðum.Vísir/Landhelgisgæslan Einar Sveinn Ólafsson var á meðal tuttugu farþega um borð. Hann segir fólk hafa orðið óttaslegið en á sama tíma þreytt og reitt yfir stöðunni. „Þetta var ekki að gerast í dag. Þetta er búið að vofa yfir okkur og núna viljum við bara aðgerðir, ekki seinna en strax,” segir Einar, en fréttastofa náði tali af honum rétt áður en báturinn kom til hafnar. „Ég bý í Grundarfirði en ég veit að á bryggju minni er dóttir og hennar maður. Ég mun byrja á að knúsa þau og þakka áhöfninni fyrir góðan viðurgjörning og ekki síður gæslunni og Hafró. Þetta er búið að vera meiriháttar að upplifa þetta og sjá hvað við eigum öflugt lið sem er til þegar á þarf að halda. En það er ekki þingmönnum kjördæmisins eða ráðherrum að þakka,” segir hann. „Ég segi bara, hunskist þið til að gera eitthvað. Eins og sést er mér mikið niðri fyrir en þetta fór vel, hefði getað farið verr.” Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að hafsögubáturinn Fönix hafi dregið Baldur í land en það reyndist vera Árni Friðriksson. Þetta hefur verið leiðrétt.
Stykkishólmur Samgöngur Landhelgisgæslan Vesturbyggð Ferjan Baldur Tengdar fréttir Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31 „Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42 Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36 Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Sjá meira
Baldur kominn í höfn í Stykkishólmi Breiðafjarðarferjan Baldur er komin í höfn í Stykkishólmi. Þar lenti hún skömmu fyrir klukkan tvö í dag eftir að hafa orðið vélarvana á Breiðafirði síðdegis í gær. 12. mars 2021 13:31
„Fólk var hrætt og það var sjóveikt“ Einar Sveinn Ólafsson starfandi verksmiðjustjóri hjá Íslenska kalkþörungafélaginu á Bíldudal er á meðal þeirra tuttugu farþega sem eru fastir um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms um hálf þrjú leytið í gær. 12. mars 2021 10:42
Baldur í togi til Stykkishólms Áhöfn rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar er komin með ferjuna Baldur í tog á Breiðafirði og hefur stefnan verið sett til hafnar í Stykkishólmi. Baldur varð vélarvana á Breiðafirði í dag um tíu sjómílur frá Stykkishólmi. 11. mars 2021 19:36
Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. 11. mars 2021 15:40