Nauðgunardómur mildaður um ár í Landsrétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 18:21 Dómur yfir manninum var mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist niður í þriggja og hálfs árs fangelsi. Vísir/Vilhelm Dómur yfir manni, sem hafði samræði og önnur kynferðismök við fyrrverandi kærustu sína án hennar samþykkis, beitti hana ofbeldi og hótunum og svipti konuna frelsi, var í dag mildaður úr fjögurra og hálfs árs fangelsisvist í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti. Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Maðurinn var áður dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur, en dómur hans um að maðurinn skyldi greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur stendur enn. Maðurinn og konan sem hann braut á höfðu átt í stuttu sambandi nokkrum mánuðum áður en atvikið átti sér stað. Á þessum tíma bjó maðurinn í Reykjavík en konan á Egilsstöðum, en samkvæmt dómi heimsótti maðurinn hana á Egilsstöðum nokkrum dögum fyrir atburðinn. Maðurinn lýsir því að þau hafi mælt sér mót og hann farið til Egilsstaða til þess að sækja konuna og fara með hana til Reykjavíkur. Hún hafi hins vegar ekki komist þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar, sem hún bjó með, hafi ekki viljað annast börn þeirra á meðan hún færi til Reykjavíkur. Konan segir hins vegar fyrir dómi að hún hafi beðið manninn um að koma ekki til Egilsstaða. Þau hafi hins vegar farið saman í bílferð síðla kvölds á Egilsstöðum, en að á leiðinni til baka hafi kastast í kekki með þeim þar sem maðurinn hafi verið mjög ósáttur við framkomu fyrrverandi eiginmanns konunnar, sem hún þá bjó með. Maðurinn hafi þá ekið inn á malarplan fyrir utan Egilsstaði vegna þess að hann vildi ekki að hún færi aftur heim til barnanna og föður þeirra. Samkvæmt vitnisburði konunnar sló maðurinn hana í andlitið, tók um úlnliði hennar, kastaði henni í jörðina og setti hné í bringu hennar. Maðurinn hafi þá rifið í hár hennar og hótað henni og fyrrverandi eiginmanni hennar lífláti. „Þá lýsti hún því að ákærði hefði ítrekað tekið hana föstu kverkataki og haldið það fast að hún gat vart andað. Þá kvað hún ákærða hafa rifið hana úr buxunum, sett fingur í leggöng og haft við hana samfarir án samþykkis hennar,“ segir í dómnum.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira