Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 17:34 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í vikunni. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31