Leyfði leikmanni sínum að klippa sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 13:02 Bill Belichick hefur náð frábærum árangri með New England Patriots liðið undanfarin tvo áratugi. Getty/Adam Glanzman Brandon King hafði taugarnar í að klippa þjálfara sinn Bill Belichick og fékk líka nokkra brandara að launum. Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira
Bill Belichick er einn besti þjálfarinn í sögu NFL-deildarinnar. Hann er líka einn sá harðasti og miskunnarlausasti í faginu. Belichick var tilbúinn að bregða á leik til að safna pening fyrir góðu málefni. Belichick leyfði leikmanni sínum, Brandon King, að klippa sig í tilefni af söfnum fyrir barnaspítalann í Boston. Söfnunin heitir „Saving by Shaving“ og New England Patriots bauð upp á það að þjálfari liðsins settist í rakarastólinn. Belichick fórnaði ekki aðeins hárinu sínu heldur sló líka á létta strengi sem er eitthvað sem hann gerir ekki oft opinberlega enda með óvenju stífa framkomu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu. Cuts for a cause The barber: @_king205In the chair: Bill Belichick pic.twitter.com/ELMVS4c9jx— New England Patriots (@Patriots) March 11, 2021 „Það er erfitt verkefni að láta mig líta vel út. Oftast var nú meira hár til að klippa,“ sagði Belichick í léttum tón. Belichick hélt um tíma á hárunum í lófanum og sagði við King: „Sjáðu gráu hárin hérna, þetta er vegna þriðju tilraunar og þegar það langt í endurnýjun,“ sagði Bill Belichick. Hann sagðist ennfremur ekki fengið svona klippingu síðan hann var tólf eða þrettán ára. Hinn 68 ára gamli Bill Belichick hefur gert New England Patriots sex sinnum að NFL-meisturum síðan að hann tók við liðinu um aldarmótin en áður hafði hann hjálpað New York Giants að vinna tvo titla sem varnarþjálfari. Patriots hefur myndað sterk tengsli við barnaspítalann í Boston sem hefur undanfarin ár verið kosinn besti spítalinn í Bandaríkjunum af U.S. News & World Report. Allir nýliðar hjá New England Patriots þurfa að fara í heimsókn á spítalann.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sjá meira