Fyrsta íslenska baksturskeppnin fer í loftið á Stöð 2 Ása Ninna Pétursdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 12. mars 2021 12:31 Sjónvarpsstjarnan Eva Laufey Kjaran byrjar með fyrstu íslensku baksturskeppnina annað kvöld á Stöð 2. Vilhelm/Vísir „Við höfum verið með hugmynd að kökuþætti í langan tíma og löngu tímabært að fá íslenska kökukeppni í loftið. Það eru svo margir skemmtilegir baksturs- og kökuþættir erlendis og því fannst mér alveg tilvalið að fara af stað með þetta hér á landi,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi. Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum. Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hugmyndina segir Eva hafa verið að þróast í langan tíma og loka útkoman sé eitthvað sem ekki hefur sést áður í sjónvarpi. „Við fengum samt klárlega innblástur af allskonar leyniverkefnum og leyniboxum eins og sést hefur í öðrum svipuðum þáttum.“ Hverju mega áhorfendur eiga von á? „Skemmtun, fyrst og fremst. Ég fékk til mín frábæra gesti, sem eru mis vön í bakstrinum og útkoman er alveg eftir því,“ segir Eva og hlær og bætir því við að þetta sé svo sannarlega skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. „Fólk getur líka alveg búist við því að sjá mikið keppnisskap hjá fólki, enda er auðvitað líka um grafalvarlega kökukeppni að ræða.“ Í þáttunum fær Eva til sín tvo gesti og eins og nafnið gefur til kynna þá munu þeir þurfa að fylgja leiðbeiningum Evu í blindni. Eva segir Blindan bakstur vera skemmtiþátt fyrir alla fjölskylduna. Vilhelm/Vísir „Gestirnir fá hráefni og þurfa að baka með mér án þess að vita nákvæmlega hvaða hráefni þau eru með en einnig munu þau heldur ekki sjá mig. Þau þurfa þess vegna að hlusta einstaklega vel og fylgja hverju skrefi. Fyrirfram vita þau ekkert hvað þau eiga að baka sem gerir þetta ennþá skemmtilegra.“ Undirbúningurinn á þáttunum hefur staðið yfir í rúmt ár og segir Eva ferlið allt búið að vera mjög skemmtilegt. „Það var ótrúlega gaman að sjá hugmyndina verða að veruleika og upptökudagarnir voru þvílíkt skemmtilegir. Ég er þess vegna handviss um að allir þeir sem hafa áhuga á bakstri og skemmtilegu fólki eigi eftir að hafa gaman af. Svo má ekki gleyma að þetta er fyrsta íslenska baksturskeppnin, sem er frekar gaman.“ Viltu nefna einhverja einstaklinga sem munu keppa í þáttunum? „Við tökum á móti frábærum gestum. Meðal annars má nefna Júlíönu Söru, Hjálmar Örn, Katrínu Jakobs, Bjarna Ben, Guðrúnu Gunnars og fleiri góða,“ segir Eva Laufey að lokum.
Eva Laufey Matur Blindur bakstur Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56 Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00 Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Tannlaus Eva Laufey grætur úr hlátri: „Ég kem bara inn til að laga tennurnar“ „Nú er Instagram aðeins að blekkja. Ég er núna búin að vera að setja inn myndir af tökunum, ofboðsleg skvís, ofboðsleg skvís!“ segir dagskrágerðarkonan Eva Laufey Kjaran í nýjust færslu sinni á Instagram. Eva situr við spegil, uppstríluð og fín þar sem hún er að gera sig tilbúna fyrir tökur á nýjasta þætti sínum Blindur Bakstur. 19. febrúar 2021 11:56
Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. 6. febrúar 2021 11:00
Elskar góðan blástur enda níræð inn við beinið „Það er rosalega gaman ef það eru förðunarfræðingar á setti og svona en alla jafna þá geri ég þetta mjög mikið sjálf,“ segir matgæðingurinn og fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran. 20. janúar 2021 09:00