Jón Dagur var í byrjunarliði danska úrvalsdeildarliðsins sem var óvænt lent undir á 4. mínútu. Heimamenn í B93 héldu þeirri forystu út fyrri hálfleik og raunar allt þangað til aðeins tíu mínútur lifðu leiks en þá jöfnuðu gestirnir í AGF. Jón Dagur var þá farinn út af.
Heimamenn potuðu inn öðru marki í uppbótartíma og unnu leikinn því 2-1. Það dugði ekki til þar sem AGF vann fyrri leik liðanna 3-0 og fer því nokkuð örugglega áfram í undanúrslit, lokatölur einvígisins 4-2 AGF í vil samanlagt.
Ásamt AGF í undanúrslitum eru Danmerkurmeistarar Midtjylland, SönderjyskE og Randers.