Segja yfirvöld þvinga fram uppsagnir á annað hundrað manns Heimir Már Pétursson skrifar 11. mars 2021 17:44 Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja heilbrigðisráðuneytið ætla að þvinga bæjarfélögin til að segja upp á annað hundrað starfsmönnum hjúkrunarheimila frá næstu mánaðmótum. Yfirvöld hafi sýnt stöðu hjúkrunarheimilanna algert tómlæti. Bæjarfélögin Hornafjörður, Akureyri, Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð sögðu öll upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila fyrir mánuðum síðan þar sem framlög ríkisins dygðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið tók yfir reksturinn á Höfn og samningar standa yfir við tvo einkaaðila sem buðu í reksturinn á Akureyri. Enginn bauð hins vegar í reksturinn í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum og ákvað heilbrigðisráðuneytið nýlega að heilbrigðisstofnanir staðanna taki yfir reksturinn. Í sameiginlegri yfirlýsingu Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar segir „að ferlið í kringum skilin hafi verið gerð eins torsótt og mögulegt væri og sveitarfélögin mætt tómlæti og áhugaleysi heilbrigðisyfirvalda." Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ferlið hafa verið ótrúlegt. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast framgöngu Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins varðandi framtíð hjúkrunarheimila þar og í Fjarðabyggð. Nú treysti bæjarfélögin á velferðarnefnd Alþingis.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson „Í síðustu viku tók síðan steininn úr þegar við áttum fund með heilbrigðisráðuneytinu. Þar sem þeir stilltu málunum upp þannig að okkur bæri að segja upp öllu starfsfólkinu okkar,“ segir Íris. Ráuneytið beri fyrir sig lög um aðilaskipti en bæjarfélögin telji þau lög ekki eiga við þar sem einungis yrði um að ræða nýjan rekstraraðila. Samanlagt vinna um hundrað og fjörtíu manns hjá þessum tveimur hjúkrunarheimilum sem Íris segir að hafi enga tryggingu um endurráðningu hjá heilbrigðisstofnunum. Uppsagnirnar ættu að taka gildi frá næstu mánaðamótum. Ráuneytið hafi ekki beitt þessari túlkun gagnvart yfirtöku á Akureyri og Höfn. „Við skiljum ekki þessa vegferð sem ráðuneytið er á og ætlum að leyta til velferðarnefndar Alþingis um að leiðsinna okkur í þessu. Þannig að hægt sé að tryggja starfsfólkið og starfsemina,“ segir bæjarstjórinn. Þá hafa Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð óskað eftir því að yfirfærslunni verði frestað frá næstu mánaðamótum til 1.maí á meðan unnið sé að lausn. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja viðræður við Sjúkratryggingar Íslands hafa gengið mjög brösulega.Vísir/Vilhelm „Þetta eru hópuppsagnir á landsbyggðinni. Þetta eru kvennastéttir. Þetta eru viðkvæmir vinnustaðir. Þetta er viðkvæmur hópur; heimilisfólkið. Þetta er bara óskiljanleg ákvörðun að stilla málunum svona upp. Að þvinga sveitarfélögin inn í þessar uppsagnir,“ segir Íris. Sérstaklega í ljósi þess Vestmannaeyjarbær hafi sagt samningnum upp fyrir átta mánuðum og Fjarðabyggð fyrir sex mánuðum án viðbragða frá ríkinu fyrr en nú skömmu áður en samningar renni út. „Í þessu samhengi er rétt að taka fram að það virðist ríkinu auðvelt að láta umrædd lög gilda þegar verið er að flytja starfsemi frá ríki til sveitarfélaganna og tryggja þannig störf og réttindi starfsfólks, en öðru gegnir þegar verið er að flytja starfsemi í hina áttina. Óboðlegt er að slík mismunun skuli eiga sér stað,“ segir í yfirlýsingu bæjarfélaganna. „Því leggja bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð allt sitt traust á að Alþingi bregðist við nú þegar og tryggi farsæla lausn þessara mála þar sem ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að vinna að slíku frekar,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Heilbrigðisráðuneytið segir uppsagnir samkvæmt lögum Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu síðdegis segir að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur í yfirlýsingu bæjarfélaganna tveggja. Lög um aðilaskipti gildi eingöngu um aðilaskipti að fyrirtækjum. „Lögin gilda hvorki um breytingar á skipulagi eða starfsháttum stjórnvalds né tilfærslu á verkefnum milli stjórnvalda, eins og skýrt kemur fram í 1. gr. laganna. Hvergi í lögunum er að finna heimild til handa ráðherra til að ákveða, þvert á vilja löggjafans að þau skuli gilda í tilvikum sem þessum. Þessi staðreynd hlýtur að hafa verið bæjarstjórunum ljós þegar þeir ákváðu að segja upp samningum við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilanna,“ segir í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins. Lögum samkvæmt beri forstjórum heilbrigðisstofnananna sem ákveðið hafi verið að taki að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð að ráða til sín starfsfólk á grundvelli auglýsingar, líkt og öðrum stofnunum ríkisins. Vinnumarkaður Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Tengdar fréttir Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bæjarfélögin Hornafjörður, Akureyri, Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð sögðu öll upp samningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila fyrir mánuðum síðan þar sem framlög ríkisins dygðu ekki fyrir rekstrinum. Ríkið tók yfir reksturinn á Höfn og samningar standa yfir við tvo einkaaðila sem buðu í reksturinn á Akureyri. Enginn bauð hins vegar í reksturinn í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum og ákvað heilbrigðisráðuneytið nýlega að heilbrigðisstofnanir staðanna taki yfir reksturinn. Í sameiginlegri yfirlýsingu Vestmannaeyjabæjar og Fjarðabyggðar segir „að ferlið í kringum skilin hafi verið gerð eins torsótt og mögulegt væri og sveitarfélögin mætt tómlæti og áhugaleysi heilbrigðisyfirvalda." Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir ferlið hafa verið ótrúlegt. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum undrast framgöngu Sjúkratrygginga Íslands og heilbrigðisráðuneytisins varðandi framtíð hjúkrunarheimila þar og í Fjarðabyggð. Nú treysti bæjarfélögin á velferðarnefnd Alþingis.Stöð 2/Jóhann K. Jóhannsson „Í síðustu viku tók síðan steininn úr þegar við áttum fund með heilbrigðisráðuneytinu. Þar sem þeir stilltu málunum upp þannig að okkur bæri að segja upp öllu starfsfólkinu okkar,“ segir Íris. Ráuneytið beri fyrir sig lög um aðilaskipti en bæjarfélögin telji þau lög ekki eiga við þar sem einungis yrði um að ræða nýjan rekstraraðila. Samanlagt vinna um hundrað og fjörtíu manns hjá þessum tveimur hjúkrunarheimilum sem Íris segir að hafi enga tryggingu um endurráðningu hjá heilbrigðisstofnunum. Uppsagnirnar ættu að taka gildi frá næstu mánaðamótum. Ráuneytið hafi ekki beitt þessari túlkun gagnvart yfirtöku á Akureyri og Höfn. „Við skiljum ekki þessa vegferð sem ráðuneytið er á og ætlum að leyta til velferðarnefndar Alþingis um að leiðsinna okkur í þessu. Þannig að hægt sé að tryggja starfsfólkið og starfsemina,“ segir bæjarstjórinn. Þá hafa Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð óskað eftir því að yfirfærslunni verði frestað frá næstu mánaðamótum til 1.maí á meðan unnið sé að lausn. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð segja viðræður við Sjúkratryggingar Íslands hafa gengið mjög brösulega.Vísir/Vilhelm „Þetta eru hópuppsagnir á landsbyggðinni. Þetta eru kvennastéttir. Þetta eru viðkvæmir vinnustaðir. Þetta er viðkvæmur hópur; heimilisfólkið. Þetta er bara óskiljanleg ákvörðun að stilla málunum svona upp. Að þvinga sveitarfélögin inn í þessar uppsagnir,“ segir Íris. Sérstaklega í ljósi þess Vestmannaeyjarbær hafi sagt samningnum upp fyrir átta mánuðum og Fjarðabyggð fyrir sex mánuðum án viðbragða frá ríkinu fyrr en nú skömmu áður en samningar renni út. „Í þessu samhengi er rétt að taka fram að það virðist ríkinu auðvelt að láta umrædd lög gilda þegar verið er að flytja starfsemi frá ríki til sveitarfélaganna og tryggja þannig störf og réttindi starfsfólks, en öðru gegnir þegar verið er að flytja starfsemi í hina áttina. Óboðlegt er að slík mismunun skuli eiga sér stað,“ segir í yfirlýsingu bæjarfélaganna. „Því leggja bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð allt sitt traust á að Alþingi bregðist við nú þegar og tryggi farsæla lausn þessara mála þar sem ljóst er að heilbrigðisráðherra ætlar sér ekki að vinna að slíku frekar,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Heilbrigðisráðuneytið segir uppsagnir samkvæmt lögum Í yfirlýsingu frá heilbrigðisráðuneytinu síðdegis segir að nauðsynlegt sé að leiðrétta rangfærslur í yfirlýsingu bæjarfélaganna tveggja. Lög um aðilaskipti gildi eingöngu um aðilaskipti að fyrirtækjum. „Lögin gilda hvorki um breytingar á skipulagi eða starfsháttum stjórnvalds né tilfærslu á verkefnum milli stjórnvalda, eins og skýrt kemur fram í 1. gr. laganna. Hvergi í lögunum er að finna heimild til handa ráðherra til að ákveða, þvert á vilja löggjafans að þau skuli gilda í tilvikum sem þessum. Þessi staðreynd hlýtur að hafa verið bæjarstjórunum ljós þegar þeir ákváðu að segja upp samningum við SÍ um rekstur hjúkrunarheimilanna,“ segir í yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins. Lögum samkvæmt beri forstjórum heilbrigðisstofnananna sem ákveðið hafi verið að taki að sér rekstur hjúkrunarheimilanna í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð að ráða til sín starfsfólk á grundvelli auglýsingar, líkt og öðrum stofnunum ríkisins.
Vinnumarkaður Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Eldri borgarar Tengdar fréttir Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rekstur hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar til HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) mun taka við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð frá og með 1. apríl næstkomandi. Er um að ræða Hulduhlíð á Eskifirði og Uppsali á Fáskrúðsfirði, en á hvoru heimili um sig eru hjúkrunarrými fyrir tuttugu íbúa. 3. mars 2021 14:39