Rússar hægja á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 23:29 Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt að Twitter í símum notenda. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir. Rússland Twitter Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir.
Rússland Twitter Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira