Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 20:04 Við fjárhagslegt uppgjör sambandsins skipti ekki máli að bæði áttu jafnan hlut, heldur þótti sanngjarnt að maðurinn fengi útborgun sína endurgreidda. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“