Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 20:04 Við fjárhagslegt uppgjör sambandsins skipti ekki máli að bæði áttu jafnan hlut, heldur þótti sanngjarnt að maðurinn fengi útborgun sína endurgreidda. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira