Umfjöllun og viðtöl: Valur - Keflavík 80 - 67 | Valur hirti toppsætið Andri Már Eggertsson skrifar 10. mars 2021 23:26 vísir/vilhelm Valur vann toppslag deildarinnar og eru einar á toppnum í Dominos deildinni. Valur leiddi leikinn nánast frá fyrstu mínútu og unnu verðskuldaðan sigur. Valur tók frumkvæði leiksins með því að gera fyrstu sjö stig kvöldsins. Hildur Björg byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði hún 7 af fyrstu 10 stigum Vals. Valur setti tóninn strax í fyrsta fjórðung með baráttu og elju semi. Valur voru miklu grimmari í fráköstunum og tóku þær 9 sóknarfráköst í fyrsta leikhluta á meðan Keflavík tók eitt frákast. Valur komst í tólf stiga forskot í upphafi annans leikhluta sem gerði það að verkum að Jón Halldór Eðvarðsson þjálfari Keflavíkur tók leikhlé. Það var allt annað að sjá til Keflavíkur liðsins sem minnkaði forskotið en Valur hélt sjó og var staðan 42 - 28 í hálfleik. Keflavík sýndu úr hverju þær eru gerðar þegar þær byrjuðu seinni hálfleikinn lista vel. Þær gerðu fyrstu tíu stigin í seinni hálfleik og voru ekki tilbúnar að láta Val valta yfir sig, munurinn var aðeins þrjú stig þegar komið var að síðasta fjórðung leiksins. Valur keyrði yfir Keflavík í fjórðaleikhluta á öllum sviðum, þær létu boltann ganga hratt og vel fyrir sig sóknarlega ásamt því lokuðu þær vel á aðgerðir Keflavíkur og voru þær byrjaðar að taka erfið skot undir lokinn til að skjóta sig inn í leikinn. Valur endaði á að vinna leikinn 80 - 67 og eru einar á toppi deildarinnar. Valur er á mikilli siglingu í deildinni.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn talsvert betur sem gerði Keflavík erfitt fyrir að þurfa elta leikinn strax í upphafi. Valur spilaði frábæran varnarleik, þær hleypptu Keflavík aldrei í sinn hraða bolta heldur fengu þær til sín á hálfan völl og voru miklu grimmari í fráköstunum, sérstaklega sóknarfráköstunum þær tóku 25 sóknarfráköst á meðan Keflavík tók aðeins 9. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var frábær í liði Vals í kvöld. Kiana var bókstaflega allt í öllu og gerði hún þrefalda tvennu. Hún skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir átti mikilvægar körfur þegar mest á reyndi, þar sýndi hún leiðtoga hæfileika sýna og mátti sjá að hún var ákveðinn að vinna leikinn í kvöld. Helena endaði með að gera 21 stig í heildina. Í liði Keflavíkur átti Daniela Wallen Morillo góðan leik, hún fór fyrir sínu liði sem dugði því miður ekki fyrir gestina. Daniela endaði með 27 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík mætti ekki með sama spennustigið í leikinn og Valur gerði. Keflavík byrjaði leikinn mjög illa og var þetta orðið eltingaleikur snemma leiks sem endaði með að Keflavík komst aldrei yfir í leiknum. Það vantaði upp á barráttuna frá liðinu í fyrri hálfleik, Valur var að stíga miklu betur út en þær og áttu þær í erfiðleikum með stóru stelpurnar í Vals liðinu gegnum gangandi allan leikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er eftir slétta viku. Liðið fer í Smárann og mætir Blikum klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag. Keflavík á leik strax næstu helgi þar sem þær fá heimaleik á móti Snæfelli næsta sunnudag klukkan 16:00. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór: Vinnur ekki eitt af bestu liðum landsins þegar andstæðingurinn tekur 17 fleiri fráköst en þú „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur fer með leikinn í kvöld. Við mættu ekki tilbúnar til leiks og var hausinn ekki rétt skrúfaður á. Valur hitti vel í byrjun leiks sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíktur, svekktur hvernig hans lið mætti til leiks. Valur voru yfir á öllum sviðum þegar kom að frákasta barráttunni, Valur létu finna fyrir sér undir körfunni og var Jón sammála um að það sé vegna þess að hans stelpur mættu ekki með rétt hugafar til leiks sem verður þess valdandi að Valur tók 17 fleiri fráköst en Keflavík. „Ég er alltaf ánægður með stelpurnar mínar, þær ætluðu ekki að koma illa undirbúnar til leiks þó svo hafi orðið. Þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik sem þær vinna með einu stigi og er ég gríðalega ánægður með hugafarið í seinni hálfleik sem ég mun taka með mér úr þessum leik," sagði Jón Halldór um seinni hálfleik liðsins. „Ég var ánægður með hvernig við spiluðum á hálfum velli, mér fannst Valur oft í tómum vandræðum með okkar leik sérstaklega í seinni hálfleik og get ég ekki annað en hrósað mínu liði fyrir seinni hálfleikinn," sagði Jón að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valur vann toppslag deildarinnar og eru einar á toppnum í Dominos deildinni. Valur leiddi leikinn nánast frá fyrstu mínútu og unnu verðskuldaðan sigur. Valur tók frumkvæði leiksins með því að gera fyrstu sjö stig kvöldsins. Hildur Björg byrjaði leikinn af miklum krafti og gerði hún 7 af fyrstu 10 stigum Vals. Valur setti tóninn strax í fyrsta fjórðung með baráttu og elju semi. Valur voru miklu grimmari í fráköstunum og tóku þær 9 sóknarfráköst í fyrsta leikhluta á meðan Keflavík tók eitt frákast. Valur komst í tólf stiga forskot í upphafi annans leikhluta sem gerði það að verkum að Jón Halldór Eðvarðsson þjálfari Keflavíkur tók leikhlé. Það var allt annað að sjá til Keflavíkur liðsins sem minnkaði forskotið en Valur hélt sjó og var staðan 42 - 28 í hálfleik. Keflavík sýndu úr hverju þær eru gerðar þegar þær byrjuðu seinni hálfleikinn lista vel. Þær gerðu fyrstu tíu stigin í seinni hálfleik og voru ekki tilbúnar að láta Val valta yfir sig, munurinn var aðeins þrjú stig þegar komið var að síðasta fjórðung leiksins. Valur keyrði yfir Keflavík í fjórðaleikhluta á öllum sviðum, þær létu boltann ganga hratt og vel fyrir sig sóknarlega ásamt því lokuðu þær vel á aðgerðir Keflavíkur og voru þær byrjaðar að taka erfið skot undir lokinn til að skjóta sig inn í leikinn. Valur endaði á að vinna leikinn 80 - 67 og eru einar á toppi deildarinnar. Valur er á mikilli siglingu í deildinni.vísir/vilhelm Af hverju vann Valur? Valur byrjaði leikinn talsvert betur sem gerði Keflavík erfitt fyrir að þurfa elta leikinn strax í upphafi. Valur spilaði frábæran varnarleik, þær hleypptu Keflavík aldrei í sinn hraða bolta heldur fengu þær til sín á hálfan völl og voru miklu grimmari í fráköstunum, sérstaklega sóknarfráköstunum þær tóku 25 sóknarfráköst á meðan Keflavík tók aðeins 9. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var frábær í liði Vals í kvöld. Kiana var bókstaflega allt í öllu og gerði hún þrefalda tvennu. Hún skoraði 26 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Helena Sverrisdóttir átti mikilvægar körfur þegar mest á reyndi, þar sýndi hún leiðtoga hæfileika sýna og mátti sjá að hún var ákveðinn að vinna leikinn í kvöld. Helena endaði með að gera 21 stig í heildina. Í liði Keflavíkur átti Daniela Wallen Morillo góðan leik, hún fór fyrir sínu liði sem dugði því miður ekki fyrir gestina. Daniela endaði með 27 stig og tók 16 fráköst. Hvað gekk illa? Keflavík mætti ekki með sama spennustigið í leikinn og Valur gerði. Keflavík byrjaði leikinn mjög illa og var þetta orðið eltingaleikur snemma leiks sem endaði með að Keflavík komst aldrei yfir í leiknum. Það vantaði upp á barráttuna frá liðinu í fyrri hálfleik, Valur var að stíga miklu betur út en þær og áttu þær í erfiðleikum með stóru stelpurnar í Vals liðinu gegnum gangandi allan leikinn. Hvað gerist næst? Næsti leikur Vals er eftir slétta viku. Liðið fer í Smárann og mætir Blikum klukkan 20:00 næstkomandi miðvikudag. Keflavík á leik strax næstu helgi þar sem þær fá heimaleik á móti Snæfelli næsta sunnudag klukkan 16:00. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur.vísir/hulda margrét Jón Halldór: Vinnur ekki eitt af bestu liðum landsins þegar andstæðingurinn tekur 17 fleiri fráköst en þú „Fyrri hálfleikurinn hjá okkur fer með leikinn í kvöld. Við mættu ekki tilbúnar til leiks og var hausinn ekki rétt skrúfaður á. Valur hitti vel í byrjun leiks sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíktur, svekktur hvernig hans lið mætti til leiks. Valur voru yfir á öllum sviðum þegar kom að frákasta barráttunni, Valur létu finna fyrir sér undir körfunni og var Jón sammála um að það sé vegna þess að hans stelpur mættu ekki með rétt hugafar til leiks sem verður þess valdandi að Valur tók 17 fleiri fráköst en Keflavík. „Ég er alltaf ánægður með stelpurnar mínar, þær ætluðu ekki að koma illa undirbúnar til leiks þó svo hafi orðið. Þær svöruðu frábærlega í seinni hálfleik sem þær vinna með einu stigi og er ég gríðalega ánægður með hugafarið í seinni hálfleik sem ég mun taka með mér úr þessum leik," sagði Jón Halldór um seinni hálfleik liðsins. „Ég var ánægður með hvernig við spiluðum á hálfum velli, mér fannst Valur oft í tómum vandræðum með okkar leik sérstaklega í seinni hálfleik og get ég ekki annað en hrósað mínu liði fyrir seinni hálfleikinn," sagði Jón að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum