„Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2021 10:30 Ice Tribe Iceland er flokkur sem stundar það að kafa í ísköldu vatni. Frosti Logason heyrði nýverið af hópi fólks sem hefur verið að stunda það í vetur að synda undir ísi lagt Hafravatn á sundfötum einum saman. Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Skúli hannaði hof fyrir Grímu Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira