Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2021 08:42 Harry Bretaprins og Meghan Markle í viðtalinu við Opruh Winfrey. AP/Joe Pugliese/Harpo Productions Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Margt af því sem kemur fram í viðtalinu hefur vakið gríðarlega athygli, ekki bara í Bretlandi heldur víða um heim. Meðal annars mun meðlimur konungsfjölskyldunnar hafa velt því upp við Harry hvernig húðlitur Archie, sonar þeirra Meghan, yrði en móðir Meghan er svört. Þá upplýsti Meghan að hún hefði glímt við sjálfsvígshugleiðingar á meðan hún gekk með Archie en að henni hefði verið neitað um hjálp þegar hún leitaði eftir henni hjá fjölskyldunni. Konungsfjölskyldan hefur ekkert brugðist við viðtalinu en greint er frá krísufundunum í frétt á vef BBC í morgun. Þar er haft eftir Danielu Relph, fréttaritara BBC í málefnum konungsfjölskyldunnar, að það verði aðeins erfiðara með tímanum fyrir fjölskylduna að segja ekki neitt. Fjölskyldan muni þó ekki vilja láta ýta sér út í að segja eitthvað of fljótt. Það eru sérstaklega dæmin um kynþáttafordóma innan konungsfjölskyldunnar sem kallað er eftir að bregðast verði við. Þannig sagði Kate Green, skuggamálaráðherra Verkamannaflokksins í menntamálum, frásögn Meghan af sjálfsvígshugleiðingum og viðbrögðum hallarinnar sláandi. „Og ef það eru ásakanir um kynþáttafordóma þá myndi ég ætla að höllin tæki það mjög alvarlega og rannsakaði málið að fullu,“ sagði Green. Undir þetta tók Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem sagði að fullyrðingar Meghan um kynþáttafordóma og skort á stuðningi við að leita sér hjálpar við andlegum veikindum ætti að taka mjög alvarlega. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um viðtalið. Hann neitaði að svara spurningum um það í gær en kvaðst þó bera mikla og djúpa virðingu fyrir drottningu og því sameiningarhlutverki sem hún gegnir. „Þegar það kemur að málefnum sem tengjast konungsfjölskyldunni þá er það rétta í stöðunni fyrir forsætisráðherra að segja ekkert,“ sagði Johnson þegar hann var spurður sérstaklega út í það hvort hann teldi kynþáttafordóma vera til staðar innan fjölskyldunnar.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira