Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 17:04 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, á blaðamannafundi í febrúar. AP/Seth Wenig Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. „Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
„Það er engin leið að ég segi af mér,“ sagði Cuomo við fréttamenn í gær. Hélt ríkisstjórinn því jafnvel fram að það væri „andlýðræðislegt“ að hann segði af sér embætti. Nokkrar konur hafa nú stigið fram og lýst því að Cuomo hafi áreitt þær kynferðislega, niðurlægt þær eða látið þeim líða óþægilega í gegnum tíðina. Dómsmálaráðherra New York rannsakar nú ásakanirnar. Ein þeirra, Charlotte Bennett, er 25 ára gömul fyrrverandi aðstoðarkona Cuomo sem sjálfur er 63 ára gamall. Í viðtali við New York Times greindi hún frá því að Cuomo hefði spurt sig ágengra persónulegra spurning um kynlíf sitt, þar á meðal hvort hún sængaði hjá eldri karlmönnum og hvort henni fyndist aldursmunur skipta máli í samböndum. Atvikið átt sér stað síðasta vor þegar faraldurinn var í algleymingi í New York. Cuomo, sem er demókrati og er á þriðja kjörtímabili sem ríkisstjóri, átti fyrir í vök að verjast eftir uppljóstranir um að nánir ráðgjafar hans hafi látið breyta tölum um fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í faraldrinum í opinberri skýrslu. Áður hafði Cuomo verið talinn framarlega í baráttunni við kórónuveiruna og talinn líklegur forsetaframbjóðandi. Hneykslismálin hafa nú kostað Cuomo stuðning leiðtoga demókrata á ríkisþingi New York. Andrea Stewart-Cousins, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild ríkisþingsins, hvatti Cuomo til að segja af sér í gær. Carl Heastie, forseti fulltrúadeildarinnar, gekk ekki svo langt en sagði að ríkisstjórinn þyrfti að íhuga vandlega hvort hann get mætt þörfum íbúa ríkisins. AP-fréttastofan segir að Cuomo hafi sagt Stewart-Cousins í símtali á laugardag að hann ætlaði sér ekki að hætta. Vilji demókratar hann úr embætti verði þeir að kæra hann fyrir embættisbrot og fjarlægja hann þannig.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) MeToo Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Sjá meira
Tvær konur saka ríkisstjóra New York um kynferðislega áreitni Ríkisstjóri New York ríkis í Bandaríkjunum hefur verið ásakaður af tveimur fyrrverandi aðstoðarkonum sínum um kynferðislega áreitni. Hann hefur beðist afsökunar á gjörðum sínum en önnur kvennanna segir hann hafa gert lítið úr áreitinu í afsökunarbeiðninni. 1. mars 2021 22:56