„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2021 15:15 Frá vettvangi slyssins í gær. Aðsend Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins. Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Það var á sjötta tímanum í gær sem slysið varð í Áslandshverfinu í Hafnarfirði. Fjölmörg vitni urðu að slysinu enda barnaafmæli í gangi og fullt af fólki á svæðinu að sögn Sævars Guðmundssonar aðalvarðstjóra. Þá hafi fólk horft á atburðarásina út um glugga sinn. Hún hafi þó verið það hröð að ekki hafi tekist að forða barni á þriðja aldursári úr rólunni, hvar bíllinn hafnaði. „Hann rétt skaust út úr bílnum til að loka dyrunum á öðrum bíl. Skildi bílinn eftir í gangi,“ segir Sævar í samtali við Vísi. Bíllinn var hvorki í handbremsu né gír. „Það er ótrúlegt að bíllinn skyldi renna alla þessa leið eftir brekkunni, með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst. Svona eru bara örlögin. Þetta er alveg makalaust hvernig þetta vildi allt saman til.“ Sævar lýsir því að gata sé fyrir ofan brekkuna sem liggi niður að rólunni. Bíllinn hafi runnið eftir brekkunni, stórgrýtisveggur líklega dregið mestan hraða úr bílnum og hann svo hafnað á rólunni þar sem barnið var að leika sér. „Það var barnaafmæli og fullt af fólki þarna. Svo var fólk sem sá þetta út um gluggann. En þetta gerðist svo hratt að fólk hafði ekki tíma til að bregðast við.“ Hann segist ekki hafa nýlegar upplýsingar af líðan barnsins. Það hafi þó verið enn á spítalanum í morgun. „Þetta leit ekkert illa út í gær á staðnum. Virtist vera minniháttar. En svo veit maður ekki hvernig málið hefur þróast síðan,“ segir Sævar. Enginn grunur er um ölvun við akstur eða neitt slíkt af hálfu ökumanns bílsins.
Hafnarfjörður Landspítalinn Tengdar fréttir Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Barn flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll Eitt barn var flutt á slysadeild eftir að bíll rann á leikvöll í Áslandshverfi í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag. Bíllinn var mannlaus þegar atvikið átti sér stað. 7. mars 2021 18:57