Fórnarlömbum kongósks stríðsherra dæmdar metbætur Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 13:33 Þrjátíu ára fangelsisdómur sem Bosco Ntaganda hlaut árið 2019 er sé þyngsti í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins. Vísir/EPA Barnahermönnum og öðrum fórnarlömbum Boscos Ntaganda, kongóska stríðsherrans, voru saman dæmdar þrjátíu milljón dollara, jafnvirði meira en 3,8 milljarða íslenskra króna, miskabætur í Alþjóðasakamáladómstólnum í Haag í dag. Bæturnar eru þær hæstu sem dómstóllinn hefur dæmt til þessa. Ntaganda er ekki talinn borgunarmaður fyrir bótunum og því fór dómstóllinn fram á það að sérstakur sjóður dómstólsins aðstoðaði við að veita fórnarlömbum hans starfsþjálfun og aðra aðstoð. Bæturnar voru dæmdar ýmsum fórnarlömbum Ntaganda í sameiningu og því rynnu þær til góðgerðarsamtaka eða sjóða sem eiga að hjálpa þeim. Reuters-fréttastofan segir að sjóður Alþjóðasakamáladómstólsins, sem byggir á frjálsum framlögum, hafi átt um átján milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna, í fyrra og að þeim fjármunum hafi nú þegar að mestu verið heitið annað. Árið 2019 dæmdi dómstóllinn Ntaganda í þrjátíu ára fangelsi fyrir morð, nauðganir og önnur voðaverk sem voru framin þegar hann stýrði vopnaðri sveit Bandalags kongóskra föðurlandsvina (UPC) í Austur-Kongó á árunum 2002 til 2003. Ntaganda hefur áfrýjað dómnum sem var sá þyngsti í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins. Hundruð óbreyttra borgara voru myrtir og þúsundir flúðu heimili sín í átökunum sem hersveitir Ntaganda áttu þátt í. Ntganda hlaut viðurnefnið „Tortímandinn“ þegar hann stýrði UPC. Austur-Kongó Tengdar fréttir „Tortímandinn“ hlaut 30 ára dóm fyrir stríðsglæpi í Austur-Kongó Bosco Ntaganda er fyrsti sakborningurinn í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins sem er dæmdur fyrir að hneppa fólk í kynlífsþrælkun. 7. nóvember 2019 11:26 „Tortímandinn“ fundinn sekur um stríðsglæpi Stríðsherrann Bosco Ntaganda var dæmdur fyrir morð, nauðgun og nota barnahermenn. 8. júlí 2019 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Ntaganda er ekki talinn borgunarmaður fyrir bótunum og því fór dómstóllinn fram á það að sérstakur sjóður dómstólsins aðstoðaði við að veita fórnarlömbum hans starfsþjálfun og aðra aðstoð. Bæturnar voru dæmdar ýmsum fórnarlömbum Ntaganda í sameiningu og því rynnu þær til góðgerðarsamtaka eða sjóða sem eiga að hjálpa þeim. Reuters-fréttastofan segir að sjóður Alþjóðasakamáladómstólsins, sem byggir á frjálsum framlögum, hafi átt um átján milljónir evra, jafnvirði um 2,7 milljarða íslenskra króna, í fyrra og að þeim fjármunum hafi nú þegar að mestu verið heitið annað. Árið 2019 dæmdi dómstóllinn Ntaganda í þrjátíu ára fangelsi fyrir morð, nauðganir og önnur voðaverk sem voru framin þegar hann stýrði vopnaðri sveit Bandalags kongóskra föðurlandsvina (UPC) í Austur-Kongó á árunum 2002 til 2003. Ntaganda hefur áfrýjað dómnum sem var sá þyngsti í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins. Hundruð óbreyttra borgara voru myrtir og þúsundir flúðu heimili sín í átökunum sem hersveitir Ntaganda áttu þátt í. Ntganda hlaut viðurnefnið „Tortímandinn“ þegar hann stýrði UPC.
Austur-Kongó Tengdar fréttir „Tortímandinn“ hlaut 30 ára dóm fyrir stríðsglæpi í Austur-Kongó Bosco Ntaganda er fyrsti sakborningurinn í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins sem er dæmdur fyrir að hneppa fólk í kynlífsþrælkun. 7. nóvember 2019 11:26 „Tortímandinn“ fundinn sekur um stríðsglæpi Stríðsherrann Bosco Ntaganda var dæmdur fyrir morð, nauðgun og nota barnahermenn. 8. júlí 2019 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
„Tortímandinn“ hlaut 30 ára dóm fyrir stríðsglæpi í Austur-Kongó Bosco Ntaganda er fyrsti sakborningurinn í sögu Alþjóðasakamáladómstólsins sem er dæmdur fyrir að hneppa fólk í kynlífsþrælkun. 7. nóvember 2019 11:26
„Tortímandinn“ fundinn sekur um stríðsglæpi Stríðsherrann Bosco Ntaganda var dæmdur fyrir morð, nauðgun og nota barnahermenn. 8. júlí 2019 09:31