Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 12:30 Stjórnsýslubyggingar í miðborg Minneapolis hafa verið girtar af áður en réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd hefjast. AP/David Joles/Star Tribune Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum“. Myndband af dauða Floyd fór sem eldur um sinu um heimsbyggðina. Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi í málinu. Hann og þrír aðrir lögreglumenn voru reknir vegna dauða Floyd. Hinir þrír eiga að svara til saka fyrir aðild að manndrápi í ágúst, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að upphaf málflutnings gæti frestsast þar sem dómari á enn eftir að taka afstöðu til beiðni saksóknara um breyta ákærunni. Þeir vilja ákæra Chauvin fyrir manndráp án ásetnings. Hver sem ákvörðun dómarans verður gæti hún leitt til áfrýjunar. Chauvin er sagður ætla að halda fram sakleysi sínu. Floyd hafi ekki látist vegna þess að hann þrýsti á háls hans jafnvel eftir að annar lögreglumaður benti honum á að hann fyndi ekki lengur púls heldur hafi annar heilsubrestur og ofskammtur lyfja orðið Floyd að bana. Hundruð vitna hafa verið lögð til og gætu réttarhöldin staðið yfir langt fram á vor. New York Times segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að velja kviðdómendurna tólf. Derek Chauvin ætlar að halda fram sakleysi sínu af því að hafa valdið dauða George Floyd.AP/lögreglustjórinn í Ramsey-sýslu Mikil öryggisgæsla Borgar- og héraðsyfirvöld í Minneapolis hafa eytt um milljón dollara, jafnvirði um 129 milljóna íslenskra króna, í að herða á öryggisgæslu í kringum réttarhöldin. Þannig hefur gæsla verið aukin við opinberar byggingar og girðingum og gaddavír komið fyrir við götur. Þjóðvarðliðar og fleiri lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu. Mótmælin eftir dauða Floyd urðu á köflum hörð. Eldur var til dæmis lagður að lögreglustöð í borginni. Einnig gengu lögreglumenn hart fram gegn friðsömum mótmælendum með ofbeldi og táragasi. Sumir óttast að hertar öryggisaðgerðir nú helli aðeins olíu á eldinn. Borgarbúar upplifi það að yfirvöld líti á þá sem aðalógnina. „Það sem gerðist síðasta sumar skóp lögreglan að stórum hluta. Núna erum við að segja að lögreglan sé það eina sem getur varið okkur fyrir því. Það veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Jeremiah Ellison, borgarráðsmaður í Norður-Minneapolis. Hann telur að hermenn og lögreglumenn í óeirðarbúningum gætu komið af stað atburðum sem menn vilji forðast. Óttast fordæmi óeirðanna í Los Angeles Sjaldgæft er að lögreglumenn í Bandaríkjunum séu sóttir til saka þegar þeir drepa fólk. Reglulega hafa hörð mótmæli blossað upp þegar saksóknarar kjósa að ákæra ekki lögreglumenn, jafnvel þegar þeir hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana vegna lítilla eða engra saka. Chauvin óskaði eftir því að réttarhöldin yrðu færð úr Hennepin-sýslu á þeim forsendum að ekki væri hægt að finna hlutlausa kviðdómendur þar. Dómari hefur ekki fallist á það enn sem komið er. Talið er að það yrði vatn á myllu sakborningsins ef réttarhöldin yrðu færð í annað umdæmi þar sem hlutfall hvítra íbúa er hærra utan sýslunnar. New York Times segir þekkt að kviðdómendur sýni fólki af öðrum kynþætti en þeirra eigin minni samúð og þá sé hvítt fólk líklegra til að taka afstöðu með lögregluþjónum en fólk af öðrum kynþáttum. Ellison, borgarráðsmaður, segir að ráðið hafi meðal annars orðið tíðrætt undanfarið um óeirðirnar sem brutust út í Los Angeles eftir að lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King. Líkt í tilfelli Floyd náðist myndbandupptaka af því þegar fjórir hvítir lögreglumenn börðu King til óbóta. Réttarhöldin yfir þeim voru færð í hverfi þar sem meirihluti íbúa og mögulegra kviðdómenda var hvítur. Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum“. Myndband af dauða Floyd fór sem eldur um sinu um heimsbyggðina. Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður, er ákærður fyrir manndráp af gáleysi í málinu. Hann og þrír aðrir lögreglumenn voru reknir vegna dauða Floyd. Hinir þrír eiga að svara til saka fyrir aðild að manndrápi í ágúst, að sögn AP-fréttastofunnar. Washington Post segir að upphaf málflutnings gæti frestsast þar sem dómari á enn eftir að taka afstöðu til beiðni saksóknara um breyta ákærunni. Þeir vilja ákæra Chauvin fyrir manndráp án ásetnings. Hver sem ákvörðun dómarans verður gæti hún leitt til áfrýjunar. Chauvin er sagður ætla að halda fram sakleysi sínu. Floyd hafi ekki látist vegna þess að hann þrýsti á háls hans jafnvel eftir að annar lögreglumaður benti honum á að hann fyndi ekki lengur púls heldur hafi annar heilsubrestur og ofskammtur lyfja orðið Floyd að bana. Hundruð vitna hafa verið lögð til og gætu réttarhöldin staðið yfir langt fram á vor. New York Times segir að það gæti tekið allt að þrjár vikur að velja kviðdómendurna tólf. Derek Chauvin ætlar að halda fram sakleysi sínu af því að hafa valdið dauða George Floyd.AP/lögreglustjórinn í Ramsey-sýslu Mikil öryggisgæsla Borgar- og héraðsyfirvöld í Minneapolis hafa eytt um milljón dollara, jafnvirði um 129 milljóna íslenskra króna, í að herða á öryggisgæslu í kringum réttarhöldin. Þannig hefur gæsla verið aukin við opinberar byggingar og girðingum og gaddavír komið fyrir við götur. Þjóðvarðliðar og fleiri lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu. Mótmælin eftir dauða Floyd urðu á köflum hörð. Eldur var til dæmis lagður að lögreglustöð í borginni. Einnig gengu lögreglumenn hart fram gegn friðsömum mótmælendum með ofbeldi og táragasi. Sumir óttast að hertar öryggisaðgerðir nú helli aðeins olíu á eldinn. Borgarbúar upplifi það að yfirvöld líti á þá sem aðalógnina. „Það sem gerðist síðasta sumar skóp lögreglan að stórum hluta. Núna erum við að segja að lögreglan sé það eina sem getur varið okkur fyrir því. Það veldur mér miklum vonbrigðum,“ segir Jeremiah Ellison, borgarráðsmaður í Norður-Minneapolis. Hann telur að hermenn og lögreglumenn í óeirðarbúningum gætu komið af stað atburðum sem menn vilji forðast. Óttast fordæmi óeirðanna í Los Angeles Sjaldgæft er að lögreglumenn í Bandaríkjunum séu sóttir til saka þegar þeir drepa fólk. Reglulega hafa hörð mótmæli blossað upp þegar saksóknarar kjósa að ákæra ekki lögreglumenn, jafnvel þegar þeir hafa skotið óvopnaða blökkumenn til bana vegna lítilla eða engra saka. Chauvin óskaði eftir því að réttarhöldin yrðu færð úr Hennepin-sýslu á þeim forsendum að ekki væri hægt að finna hlutlausa kviðdómendur þar. Dómari hefur ekki fallist á það enn sem komið er. Talið er að það yrði vatn á myllu sakborningsins ef réttarhöldin yrðu færð í annað umdæmi þar sem hlutfall hvítra íbúa er hærra utan sýslunnar. New York Times segir þekkt að kviðdómendur sýni fólki af öðrum kynþætti en þeirra eigin minni samúð og þá sé hvítt fólk líklegra til að taka afstöðu með lögregluþjónum en fólk af öðrum kynþáttum. Ellison, borgarráðsmaður, segir að ráðið hafi meðal annars orðið tíðrætt undanfarið um óeirðirnar sem brutust út í Los Angeles eftir að lögreglumenn voru sýknaðir af ákæru um að hafa gengið í skrokk á Rodney King. Líkt í tilfelli Floyd náðist myndbandupptaka af því þegar fjórir hvítir lögreglumenn börðu King til óbóta. Réttarhöldin yfir þeim voru færð í hverfi þar sem meirihluti íbúa og mögulegra kviðdómenda var hvítur.
Dauði George Floyd Bandaríkin Tengdar fréttir Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40 Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Lögreglumaður sem átti þátt í dauða George Floyd laus gegn tryggingu Fyrrverandi lögreglumaður sem er ákærður fyrir drápið á George Floyd í Minneapolis fyrr á þessu ári var sleppt úr fangelsi gegn tryggingu í gær. Ríkisstjóri Minnesota kallaði út þjóðvarðliðið til þess að halda friðinn ef til mótmæla kæmi. 8. október 2020 13:40
Kenna hver öðrum um dauða Floyd Lögregluþjónarnir fyrrverandi, sem hafa verið ákærðir í vegna morðs George Floyd, virðast hafa snúist gegn hver öðrum. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þann dag og kenna hvor öðrum um dauða Floyd. 10. september 2020 23:59