Handbolti.is greindi frá fyrr í kvöld. Þar er vitnað í frétt vefútgáfu Fredrikstad Blad. Sem stendur er kvennalið Fredrikstad í áttunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar en alls eru 13 lið í deildinni.
Elías Már mun gera sitt besta til að koma HK aftur upp í Olís deild karla áður en hann heldur til Noregs. Liðið er sem stendur á toppi Grill 66-deildarinnar með 20 stig að loknum 12 leikjum, líkt og Víkingur.
Liðin mættust í uppgjöri toppliðanna í Víkinni í gær þar sem HK hafði betur, 23-22 í hörkuleik.
Elías Már ætti að þekkja ágætlega til í Noregi en hann lék með Arendal á árum áður.