Bíllinn hafnaði á rólustaur sem brotnaði við áreksturinn.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var eitt barn á leikvellinum þegar bíllinn rann af stað og var það flutt á slysadeild.
Ekki er vitað hversu mikið barnið slasaðist.
„Það var allavega eitt barn þarna sem varð að einhverju leyti fyrir bílnum og var flutt niður á slysadeild.“