John McAfee ákærður fyrir að plata fólk til að fjárfesta í rafmynt Eiður Þór Árnason skrifar 6. mars 2021 14:07 John McAfee hefur átt skrautlega ævi. Hann var handtekinn á Spáni í október. Getty/Cyrus McCrimmon Tæknifrumkvöðullinn John McAfee, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa stofnað McAfee vírusvarnarfyrirtækið, hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fjársvik og peningaþvætti. Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar. Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
Ríkissaksóknarar saka McAfee og lífvörð hans Jimmy Gale Watson Jr. um að hafa beitt lygum og blekkingum til að hvetja milljón Twitter-fylgjendur tæknifrumkvöðulsins til að fjárfesta í ónefndum rafeyri. Í kjölfarið hafi tvímenningarnir selt eignir sínar og grætt um tvær milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 258 milljóna króna, á virðishækkuninni. McAfee var handtekinn á Spáni í október síðastliðnum vegna gruns um skattalagabrot og hafa bandarísk yfirvöld óskað eftir því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur farið huldu höfði frá árinu 2012 þegar McAfee var til rannsóknar í tengslum við dauða nágranna síns í Belís. Lögreglan gaf síðar út að tæknifrumkvöðulinn væri ekki grunaður í málinu en hann hefur síðan verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum vegna ákæra um umfangsmikil skattsvik. Faldi sig á Dalvík McAfee vakti landsathygli árið 2019 þegar hann fullyrti að hann hafi haldið sig á Dalvík áður en hann hafi neyðst til að flýja Norðurland þegar upp komst um felustað hans og eiginkonu. Hvorki hann né Watson Jr. hafa tjáð sig um nýjustu ásakanir bandarískra yfirvalda en lífvörðurinn var handtekinn í Texas á fimmtudag. Þeim er einnig gert að sök að hafa fengið ellefu milljónir Bandaríkjadala eða um 1,4 milljarða króna frá sprotafyrirtækjum fyrir að auglýsa rafeyrisvörur þeirra en fjárfestar voru ekki upplýstir um greiðslurnar.
Rafmyntir Bandaríkin Tengdar fréttir John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Sjá meira
John McAfee virðist hafa falið sig á Dalvík Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið á flótta frá 2012. 6. september 2019 07:48