Heggur sú er hlífa skyldi Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 5. mars 2021 19:26 Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Jafnréttismál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Núverandi ríkisstjórn stóð knarreist í upphafi kjörtímabils og sagðist ætla að berjast fyrir jafnréttismálum. Þessi mál voru forsætisráðherra svo hugleikin að hún færði málaflokkinn inn í eigið ráðuneyti. Það er hins vegar ljóst að það er víða pottur brotinn í þessum málaflokki, miðað við þann fjölda kærumála sem hafa undanfarið unnist kæranda í vil. Kona leitaði nýverið réttar síns fyrir kærunefnd jafnréttismála, vegna ráðningar í stöðu ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis. Flokksbróður menntamálaráðherra hafði hlotnast starfið, burtséð frá því að hæfari kona hefði sótt um. Það er kannski rétt að nefna að í hæfisnefndinni sat einnig annar flokksbróðir, skipaður af menntamálaráðherra. Gott að hafa hauka í horni. Í stað þess að una vel rökstuddri niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála, ákvað menntamálaráðherra af einhverjum óskiljanlegum ástæðum (eða hvað?) að stefna konunni fyrir dóm. Það er, konunni sem „varð það á“ að sækja rétt sinn, og það réttilega. Það þekkjast ekki dæmi þess að ráðherra stefni einstaklingum persónulega, sem sótt hafa rétt sinn í stjórnsýslunni með þessum hætti. Nú liggur fyrir niðurstaða héraðsdóms og er hún afdráttarlaus. Ráðherra braut jafnréttislög. Lítið hefur heyrst frá forsætisráðuneytinu vegna þessa máls, þrátt fyrir fögur fyrirheit. Eftir stendur kostnaður skattgreiðenda og brostið traust þjóðarinnar. Því það er nokkuð ljóst að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur styður aðeins jafnréttismál á tyllidögum, en ekki þegar á reynir. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar