„Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega“ Atli Arason skrifar 4. mars 2021 22:56 Darri Freyr þjálfari KR-inga VÍSIR/VILHELM Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, var afskaplega feginn að hafa náð sigri í Ljónagryfjunni í kvöld eftir það sem var að hans mati einn versti leikur KR liðsins á tímabilinu. „Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum. Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
„Maður er ánægður að sleppa með sigurinn, mér fannst bæði liðin léleg í kvöld en við kannski bara aðeins minna lélegir. Sérstaklega í byrjun þriðja leikhluta og það dugði í dag. Við byrjum leikinn á 1 af 12 fyrir utan, sem þýðir að skot gæðin okkar er ekki fullnægjandi og endum leikinn í 3 af 16. Sem er bæði of lítið af teknum þristum og of lítið af þristum ofan í. Við þurfum að líta lengi á þennan leik og athuga hvað var að, sérstaklega sóknarlega. Við náðum að harka þetta út af því að við stoppuðum og breyttum þessu í svipað dæmi hinu megin. Þetta er það versta sem ég hef séð til okkar sóknarlega og það með Þórsleiknum meðtöldum,“ sagði Darri Freyr í viðtali eftir leik. KR-ingum virðast líða mun betur þegar þeir eru fjarri Vesturbænum. KR hefur ásamt Þór AK, Val og Njarðvík tapað flestum heimaleikjum þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað, alls 4 tapleikir á heimavelli. Liðið hefur aftur á móti unnið alla 6 útileiki sína á tímabilinu, með lang besta árangur allra liða á útivelli. Darri vildi ekki gera of mikið úr þessum góða árangri á útivelli. „Þetta er bara eitthvað tilfallandi mál. Ég get alveg sagt að þetta séu áhorfendurnir eða eitthvað svoleiðis en tölfræðingurinn í mér er ekki hrifinn af því. Við verðum að byrja að vinna á heimavelli og þá getum við jafnað þetta út,“ svaraði Darri. Næsti leikur KR er einmitt útileikur, á Sauðárkróki gegn Tindastóll. Darri er ákveðinn að viðhalda 100% útivalla árangri liðsins. „Auðvitað höldum við það og ætlum að sjá til þess að svo verði. Þetta er heimaleikur fyrir mig þar sem ég er loksins að fara aftur heim á Krókinn. Ég er spenntur að hitta frændur mína á efri hæðinni og sjá hvort þeir hafi ekki eitthvað gáfulegt að segja,“ sagði Darri Freyr Atlason að lokum.
Íslenski handboltinn KR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Fleiri fréttir Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sjá meira
Í beinni: Njarðvík - KR | Stórleikur í Ljónagryfjunni KR vann Njarðvík með fjórum stigum í Ljónagryfjunni. 4. mars 2021 23:45