Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 22:48 Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélgas Grindavíkur. samsett mynd Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. „Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið högg, miklu meira heldur en manni finnst þegar maður sér myndband af þessu. Ég veit alveg af fólki þar sem að hlutir voru að hrynja niður úr hillunum hjá þeim, sem hefur ekki verið hingað til í skjálftunum en höggið var það mikið að það voru myndir að detta niður af veggjum veit ég í Grindavík í kvöld,“ útskýrir Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Grindavíkur, í samtali við Vísi. Molar úr veggnum Margir fyrri skjálftar hafa átt upptök sín við Fagradalsfjall en skjálftinn sem um ræðir átti upptök sín um tveimur kílómetrum norður af Grindavík. „Okkur fannst bara eins og sprengju hefði verið varpað á húsið, þetta var svo mikill hvellur einhvern veginn. Þetta var alveg frekar scary,“ segir Jón Júlíus. Nokkur ummerki eru einnig eftir skjálftann í byggingunni líkt og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. „Það kom ekki sprunga í sjálfan vegginn heldur bara þar sem pústingin hefur verið yfir á bitasamskeytunum. Það kom alveg ryk niður úr loftinu þegar að skjálftinn kom,“ segir Jón Júlíus. „Hann Andrew heldur þarna á nokkrum molunum sem komu úr veggnum,“ bætir hann við en hann birti meðfylgjandi mynd á Twitter af Andrew Horne, sem stóð vaktina á bakvið myndavélina í leik kvöldsins. Alvöru skjálfti mínutu fyrir leik í HS Orku Höllinni! Ný sprunga í veggnum og molar niður á golf. pic.twitter.com/u4tIezYrDe— Jón Júlíus Karlsson (@JonJKarlsson) March 4, 2021 Aðspurður segir hann að svo virðist sem jarðskjálftinn hafi þó ekki fengið mikið á leikmenn liðanna sem áttust við í kvöld. „Bæði lið skoruðu alveg 50 stig í fyrri hálfleik, en það er kannski bara varnarlega sem menn voru eitthvað skelkaðir,“ svarar Jón Júlíus, en Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík, 96-89. Áhorfendur klöppuðu „Það verður að gefa þeim frá Egilsstöðum töluvert hrós fyrir að þeir höndluðu þennan skjálfta töluvert betur en við. En ég horfði á dómarana aðeins og þeim leið ekki vel og ég get alveg ímyndað mér hvernig þetta var fyrir erlendu leikmennina og kannski þá sem eru, eins og þeir sem eru að austan og hafa kannski aldrei upplifað jarðskjálfta, þarna fengu þeir einn stórann. Þetta var bara hálfri mínútu fyrir leik.“ segir Jón Júlíus. Jarðskjálfti í beinni! Það var alvöru skjálfti sem skók HS Orku Höllina í Grindavík í kvöld rétt fyrir leik!Smá skjálfti en allir í lagi. Leikurinn hefði mátt fara betur en það er önnur saga. Þökkum Hetti fyrir góðan leik!#umfg #grindavik pic.twitter.com/Wn1DzIYMug— UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur (@umfg) March 4, 2021 Jarðskjálftinn sást vel í beinni útsendingu frá leiknum sem var hafin þegar skjálftinn reið yfir. Lýsendur leiksins fóru ekki varhluta af skjálftanum og áhorfendur sem staddir voru í höllinni ekki heldur. „Ég hef aldrei verið í svona miklu fjölmenni í jarðskjálfta og það fóru allir að klappa, eins og Íslendingar gera alltaf í svona aðstæðum. Þetta var svona „klassískur Íslendingur í matsalnum“ sem veit ekkert betra að gera en að klappa,“ segir Jón Júlíus og hlær. „Það kom ryk úr loftinu. Við höfum alveg fundið fyrir stærri skjálftum en ég hef ekki fundið fyrir svona miklu höggi áður.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira