„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir harmar að rafíþróttamót sé haldið í Laugardalshöll án þess að fundin hafi verið viðunandi lausn áður fyrir frjálsíþróttafólkið í borginni. Getty/Alexander Hassenstein og David Lee Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 1-3| Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Valur - Tindastóll | Stólarnir nýlentir og Valsmenn bíða í ofvæni Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tindastóls í beinni Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Laus úr útlegðinni og mættur heim „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Baldvin bætti Íslandsmetið Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sjá meira
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01
Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29