NBA dagsins: „Dame tími“ í nótt og Harden lék sér á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 15:30 Damian Lillard í leiknum með Portland Trail Blazers á móti Golden State Warriors í nótt. Getty/Abbie Parr/ Það voru þrennur af ýmsum gerðum í NBA deildinni í körfubolta í nótt og það þarf heldur ekki að koma á óvart að Damian Lillard hafa klárað enn einn leikinn fyrir Portland Trail Blazers. Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Sviðsljós kvöldsins var á James Harden sem lék þá sinn fyrsta leik í Houston eftir að Houston Rockets sendi hann til Brooklyn Nets. Harden sýndi snilli sína með enn einni þrennunni í búningi Nets en hann endaði með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar í sannfærandi 132-114 sigri. „Ég fékk mismunandi móttökur frá stuðningsmönnunum en ég vissi alltaf að það yrði raunin. Ég vildi bara koma hingað og bjóða upp á sýningu,“ sagði James Harden eftir leikinn. James Harden er hæstánægður hjá nýja félaginu sem hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum en Houston Rockets er aftur á móti ströggli án hans og hefur ekki unnið síðan 4. febrúar. Damian Lillard skoraði fimm síðustu stigin þegar Portland Trail Blazers vann 1086-106 sigur á Golden State Warriors þar á meðal þrist af löngu færi 13,7 sekúndum fyrir leikslok. Lillard var „bara“ með sautján stig fram að lokasekúndunum en sannaði enn á ný að það er engin vitleysa að tala um „Dame tíminn“ í leikjum Trail Blazers. Oftar en ekki þá má búast við einhverju sérstöku frá Lillard þegar úrslitin ráðast. Gamli karlinn Carmelo Anthony var líka mjög flottur með 22 stig en báðir létu þeir til sín taka í lokin. Klippa: NBA dagsins (frá 3. mars 2021) Það voru fleiri þrennur í nótt. Liðsfélagarnir hjá Detroit Pistons, Dennis Smith Jr. (10 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar) og Mason Plumlee (14 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) voru báðir með þrennu í sigri á vængbrotnu liði Toronto Raptors og þá var T.J. McConnell hjá Indiana Pacers með þrennu með 10 stolnum boltum, 16 stigum og 13 fráköstum en Indiana vann þá Cleveland Cavaliers. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir frá sigurleikjum Brokklyn Nets og Portland Trail Blazers sem og frá frábærri frammistöðu Joel Embiid sem var með 40 stig og 19 fráköst þegar besta liðið í Austurdeildinni, Philadelphia 76ers, vann besta liðið í Vesturdeildinni, Utah Jazz, 131-123, í framlengdum leik. Þetta var annað tap Utah Jazz í röð. Í myndbandinu má einnig sjá flottustu tilþrif kvöldsins.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum