KR-ingar með átta sigra í Ljónagryfjunni á síðustu tíu tímabilum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2021 14:00 Björn Kristjánsson og Logi Gunarsson í leik KR og Njarðvíkur. Vísir/Bára Fornir fjendur mætast í Njarðtaks-gryfjunni í beinni á Stöð 2 Sport í kvöld en þetta hefur verið einn uppáhalds útivöllur Íslandsmeistaranna síðasta áratuginn. Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71) Dominos-deild karla KR Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Njarðvíkingar taka á móti erkifjendum sínum í KR í kvöld í stórleik kvöldsins í tólftu umferð Domino´s deild karla í körfubolta en KR-ingar hafa kunnað afar vel við sig í Njarðvík undanfarin ár. Leikur Njarðvíkur og KR hefst klukkan 20.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport hefst klukkan 20.10. Dominos Tilþrifin eru síðan strax á eftir leiknum. KR-ingar hafa unnið átta deildarleiki í Ljónagryfjunni á síðustu tíu árum eða fjórum sinnum fleiri en heimamenn í Njarðvík. Frá og með 2010-11 tímabilinu þá er KR-liðið með 80 prósent sigurhlutfall í Njarðvík en er á sama tíma aðeins með örlítið hærra sigurhlutfall á heimavelli sínum í Frostaskjóli eða 80,9 prósent. 9. nóvember 2018 er sérstakur dagur fyrir Njarðvíkinga en þá vann liðið sinn eina heimasigur á KR í deildinni frá því að sigurganga KR-liðsins hófst á 2013-14 tímabilinu. Njarðvík vann leikinn með átján stigum, 85-67, en þrír síðustu sigrar KR á Njarðvík suður með sjó hafa aðeins verið samtals ellefu stigum. Í þessum umrædda og sjaldgæfa heimasigri Njarðvíkingar á KR-ingum þá var Njarðvíkurliðið komið 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Mario Matasovic með 24 stig, Maciek Baginski skoraði 17 stig og Jeb Ivey bætti við 16 stigum. Julian Boyd skoraði 25 stig fyrir KR í leiknum og Jón Arnór Stefánsson var með 10 stig. Njarðvík vann tólf stiga sigur á KR í Vesturbænum í haust og Njarðvíkingar þekkja það mun betur að vinna KR í DHL-höllinni en í Njarðvík síðustu tímabil. Sigurinn á heimavelli KR í október síðastliðnum var þannig fjórði deildarsigur Njarðvíkur í DHL-höllinni frá árinu 2016. Njarðvík hefur því unnið KR fimm sinnum í deildarkeppninni frá árinu 2016 en aðeins einn af þessum sigrum landaði liðið í Ljónagryfjunni. Zvonko Buljan var stigahæstur Njarðvíkina í október með 25 stig en hann er nú leikmaður ÍR. Maciek Baginski var líka mjög flottur með 22 stig en Njarðvíkingar endurheimtu hann úr meiðslum í síðasta leik. Matthías Orri Sigurðarson og Roberts Stumbris skoruðu báðir 21 stig en sá síðarnefndi yfirgaf Vesturbæinn í langa COVID-hlénu. Fyrir utan þessa tíu deildarleiki í Ljónagryfjunni undanfarin áratug þá hafa liðin einnig mæst sex sinnum í úrslitakeppninni á sama stað. Njarðvík hefur unnið fjóra af þeim sex leikjum og hafa því staðið sig mun betur á móti KR í úrslitakeppninni. Liðin hafa líka unnið sitthvoran bikarleikinn í Njarðvík á þessum tíma. Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Síðustu deildarleikir NJarðvíkur og KR í Ljónagryjunni: 2019-20: KR vann 6 stiga sigur (87-81) 2018-19: Njarðvík vann 18 stiga sigur (85-67) 2017-18: KR vann 4 stiga sigur (73-69) 2016-17: KR vann 1 stigs sigur (81-80) 2015-16: KR vann 11 stiga sigur (100-89) 2014-15: KR vann 10 stiga sigur (86-76) 2013-14: KR vann 9 stiga sigur (83-74) 2012-13: Njarðvík vann 11 stiga sigur (88-77) 2011-12: KR vann 10 stiga sigur (98-88) 2010-11: KR vann 20 stiga sigur (91-71)
Dominos-deild karla KR Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira