Blóðugasti dagur Mjanmar hingað til en mótmælin halda áfram Samúel Karl Ólason skrifar 4. mars 2021 10:08 Mótmælendur hafa fjölmennt á götum borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP Mótmælendur í Mjanmar virðast ekki láta deigan síga þrátt fyrir að minnst 38 hafi verið skotnir til bana af öryggissveitum í gær. Fjölmargir hafa komið saman á götum borga landsins í morgun og hafa öryggissveitir aftur beitt valdi til að dreifa mótmælendum. Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021 Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Engar fregnir hafa þó borist af mannfalli nú í morgun. Mótmæli hófust í Mjanmar eftir að her landsins framdi þar valdarán í byrjun febrúar. Herinn heldur því fram að mikið svindl hafi farið fram í kosningunum í fyrra, þar sem flokkur hennar, NLD, vann stóran sigur. Herinn hefur þó ekki fært sönnur fyrir því. Mótmælendur segjast ekki sætta sig við að herinn stjórni landinu og krefjast þess að Aung San Suu Kyi og öðrum lýðræðislega kjörnum fulltrúum verði sleppt úr stofufangelsi og herinn viðurkenni sigur þeirra í kosningunum. Gærdagurinn var sá blóðugasti hingað til í mótmælunum og segja Sameinuðu þjóðirnar að minnst 38 hafi verið skotnir til bana í gær. AP fréttaveitan segir það í takt við aðrar fregnir. Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna, segist hafa varað herinn við því að alþjóðasamfélagið myndi ekki sætta sig svo mikið ofbeldi og að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna gæti gripið til harðra aðgerða. Öryggisráðið mun funda um Mjanmar á morgun. Hún sagði ráðamenn í ríkinu hafa sagt Mjanmar vant refsiaðgerðum og þvingunum. Herstjórnin myndi aðlagast því. Staðráðnir í að stöðva mótmælin Í frétt Reuters segir að mótmælendur hafi komið saman víða um Mjanmar og haldið friðsöm mótmæli. Fréttaveitan hefur þó eftir starfsmanni mannréttindasamtakanna Human Rights Watch að herstjórn landsins virðist staðráðin í því að brjóta mótmælin á bak aftur með ofbeldi. Vísaði hann þar að auki í myndband sem var í dreifingu í gær sem sýndi hermenn skjóta mótmælanda í bakið. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfréttir Reuters, BBC og DW um atburði gærdagsins. In the most violent day since demonstrations broke out against last month's military coup in Myanmar, thirty-eight people were killed as police and soldiers opened fire with live rounds in several towns and cities https://t.co/OwB2VeH3yZ pic.twitter.com/DmeIhGcQYo— Reuters (@Reuters) March 4, 2021
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11 Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58 Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39 Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03 Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Skothríð gegn mótmælendum í Mjanmar Öryggissveitir Mjanmar hófu í dag skothríð á fólk sem hafði komið saman á götum borga og bæja landsins í dag til að mótmæla valdaráni hersins. Minnst átján eru sagðir liggja í valnum og tugir eru særðir. 3. mars 2021 16:11
Skaut á almenna borgara Lögreglan í Mjanmar skaut á almenna borgara í borginni Yangon í morgun, en þeir höfðu safnast saman til að mótmæla valdaráni hersins í landinu á dögunum. 2. mars 2021 07:58
Blóðug átök í Mjanmar Að minnsta kosti átján dóu í aðgerðum lögreglu í Mjanmar gegn mótmælendum í gær en átökin eru þau blóðugustu í landinu hingað til eftir að herinn tók þar öll völd á dögunum. 1. mars 2021 06:39
Minnst tíu mótmælendur drepnir í Mjanmar Lögregla í Mjanmar hefur orðið minnst tíu mótmælendum að bana víða um landið. Harka hefur færst í viðbrögð hersins við mótmælum gegn valdaráni sem framið var í Mjanmar fyrr í mánuðinum. Tugir mótmælenda hafa þá særst. 28. febrúar 2021 14:03
Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. 27. febrúar 2021 17:28