50 metra háu og rúmlega hundrað tonna þungu geimfarinu var skotið í um tíu kílómetra hæð yfir Texas, þar sem það hékk í loftinu í smá stund. Þá féll það til jarðar og skömmu áður en það brotlenti var kveikt aftur á hreyflum geimfarsins og því stýrt til lendingar.
Síðustu tvær frumgerðir Starship sem reynt var að lenta brotlentu harkalega og sprungu í loft upp við lendingu.
Sjá einnig: Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun
SN10 sprakk líka í loft upp skömmu eftir tilraunaflugið en þrátt fyrir það er um mikinn áfangasigur fyrir starfsmenn SpaceX að ræða.
JUST IN - Shortly after a spectacular landing @SpaceX's SN10 Starship prototype exploded on the landing pad. pic.twitter.com/nsB8wE2Uiq
— Disclose.tv (@disclosetv) March 3, 2021
Rétt fyrir lendingu tókst að endurræsa þrjá Raptor-hreyfla geimskipsins til að snúa því í loftinu og lenda því á einum hreyfli.
SpaceX team is doing great work! One day, the true measure of success will be that Starship flights are commonplace.
— Elon Musk (@elonmusk) March 4, 2021
Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars.
Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið.
Forsvarsmenn SpaceX vilja einnig nota Starship til að ferja fólk og birgðir um jörðina. Til að mynda tæki mun minni tíma að fara frá Keflavík til Ástralíu með geimferju en með flugvél.