Filippus prins er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 9. apríl 2021 11:09 Filippus prins hafði glímt við veikindi og dvaldi á um tíma sjúkrahúsi fyrr á árinu. EPA/ANDY RAIN Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar er látinn. Hann lést í morgun í Windsor-kastala að því er segir í tilkynningu frá bresku konungshöllinni. Hann varð 99 ára. Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn. Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Filippus prins, sem bar einnig titilinn hertoginn af Edinborg, hefði átt hundrað ára afmæli í júní. Hann fæddist í Korfú í Grikklandi þann 10. júní 1921. Faðir hans var Andrés, prins Grikklands og Danmerkur, og móðir hans var prinsessan Aðalheiður af Battenberg. Að neðan má sjá tilkynninguna frá bresku konungshöllinni. It is with deep sorrow that Her Majesty The Queen has announced the death of her beloved husband, His Royal Highness The...Posted by The Royal Family on Friday, 9 April 2021 Fullt nafn Filippusar var Filippus Schleswig-Holstein-Sonderburg-Glücksburg. Fjölskylda hans var gerð útlægð frá Grikklandi þegar hann var barn og var hann að mestu menntaður í Bretlandi. View this post on Instagram A post shared by The Royal Family (@theroyalfamily) Prinsinn þjónaði í sjóher Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni og tók þátt í hernaði í Miðjarðarhafinu og Kyrrahafinu. Eftir stríðið hélt hann stöðu sinni og stjórnaði hann freigátunni Magpie allt til ársins 1952, þegar hann giftist Elísabetu. Hér má sjá gamalt viðtal við hann um tíma hans í seinni heimsstyrjöldinni. Filippus hitti Elísabetu drottningu fyrst árið 1939 en trúlofun þeirra var opinberuð í júlí 1947. Fyrr það ár hafði Filippus afsalað kröfu sinni að krúnum Grikklands og Danmerkur og tekið upp ættarnafn móður sinnar, Mountbatten. Filippus og Elísabet giftu sig í nóvember 1947. Það var svo árið 1952 sem Elísabet tók við völdum í Bretlandi og árið 1957 veitti hún honum titilinn prins og sameinað ættarnafn, Mountbatten-Windsor. Saman áttu þau fjögur börn. Karl, Önnu Elísabetu, Andrés og Játvarð. Barnabörnin eru nú átta og barnabarnabörnin tíu. Árið 2009 varð hann sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hafði verið lengst í stöðu sinni. Í gegnum árin kom Filippus að ýmsum málefnum og góðgerðasamtökum sem sneru náttúruvernd, hernum, vísindum, tækni og íþróttum og hreyfingu barna. Árið 1951 birtist hann til að mynda í stuttri mynd um verk Playing Fields samtakanna sem gerðu leikvelli fyrir börn.
Bretland Kóngafólk Andlát Andlát Filippusar prins Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel. 16. mars 2021 12:17