Strákarnir björguðu lífi mínu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 11:30 Þórunn Erna Clausen gekk í gegnum erfiðan missi fyrir áratug síðan og hefur nú gefið út plötu með lögum til Sjonna Brink. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen. Einkalífið Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen.
Einkalífið Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira