Strákarnir björguðu lífi mínu Stefán Árni Pálsson skrifar 4. mars 2021 11:30 Þórunn Erna Clausen gekk í gegnum erfiðan missi fyrir áratug síðan og hefur nú gefið út plötu með lögum til Sjonna Brink. Vísir/vilhelm Þórunn Erna Clausen er söngkona, lagahöfundur og leikkona og hefur alltaf nóg að gera. Þórunn er gestur vikunnar í Einkalífinu en hún gaf á dögunum út plötuna My Darkest Place sem fjallar um erfiða tíma í hennar lífi en lögin á plötunni samdi hún á síðustu tíu árum til Sigurjóns Brink. Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen. Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Árið 2011 varð Sigurjón Brink bráðkvaddur aðeins 36 ára gamall en Þórunn og Sjonni voru þá hjón. Sambúð þeirra hófst 2002 og gengu þau í það heilaga árið 2008. Aðeins þremur árum síðar var Sjonni Brink látinn. Þórunn og Sigurjón eignuðust saman tvo drengi, þá Hauk Örn og Róbert Hrafn. Þórunn segir að drengirnir hennar hafi hreinlega haldið henni gangandi á sínum tíma, þegar hún varð að takast á við áfall af þessari stærðargráðu og það í raun fyrir framan alþjóð. Sjonni Brink var einn vinsælasti tónlistarmaður landsins og var mikið fjallað um andlát hans í fjölmiðlum. „Maður var stundum að reyna að gefa fólki í kringum sig von um að það væri hægt að halda áfram með lífið þegar maður sjálfur kannski trúði því alls ekki,“ segir Þórunn Erna og heldur áfram. „Að reyna vera brosandi og einblína á góðu hlutina tók svolítið mikið af manni á tímabili,“ segir Þórunn en hún samdi textann við fyrsta lagið á plötunni aðeins fjórum dögum eftir að Sigurjón féll frá. Guðrún Árný samdi lagið sjálft. Klippa: Einkalífið - Þórunn Erna Clausen „Þetta byrjar strax að ryðjast út í manni og maður getur ekki stoppað það ferli. Svo átti ég rosalega erfitt með að gefa þetta út, út af því að þetta er svo persónulegt. Þetta er bara dýpsta sorgin mín. Þetta lag sem ég samdi fjórum dögum eftir að hann dó, ég hef ekki getað gefið það út fyrr en núna. Núna líður mér miklu betur og get hugsað um þetta sem tónlist og vonandi getur einhver nýtt þetta og hlustað á þetta í sinni sorg.“ Þórunn segir að eitt lag á plötunni fjalli í raun um það hvernig drengirnir hennar björguðu lífi hennar. Lagið heitir Lítið hjarta. „Þegar fólk lendir í mjög stórum áföllum þá held ég að mjög margir upplifi það að þurfa finna eitthvað til að lifa fyrir og þeir hafa verið það hjá mér,“ segir Þórunn Erna sem brotnaði niður þegar þarna var komið við sögu. Umræðan um drengina hennar Þórunnar hefst þegar 13 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Þórunn Erna einnig um tónlistarferilinn, leiklistarferilinn, Eurovision ævintýrin tvö, barneignir, um núverandi kærasta og þeirra samband og margt fleira. Hér að neðan má hlusta á nýju plötuna frá Þórunni Ernu Clausen.
Einkalífið Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira